Færsluflokkur: Enski boltinn

Algjör álfur

Það er alveg ótrulegt hvað peningar geta eyðilagt fótboltamenn. Robinho er dæmi um slíkan leikmann. Það var auðvitað alveg magnað að þegar Manchester City keypti hann hélt Robinho að það hefði verið Chelsea sem keypti sig, að minnsta kosti sagði hann stuttu eftir þessi óvæntu kaup að hann væri mjög sáttur að vera kominn til Chelsea!
mbl.is Robinho hafnar boði Fenerbache
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg rólegir

Eigum við ekki að leyfa stráknum að koma sér fyrir og gefa honum nokkra daga til að sanna sig á vellinum. Reyndar verður að viðurkennast að þetta er ólíkt Alex Ferguson, að kaupa leikmann án þess að hafa séð hann spila og það fyrir 7 miljónir punda. Það er nánast jafn mikið og Liverpool eyddi samtals í sumar í leikmenn. En er ekki spurning að dæma hann kannski eftir nokkrar vikur?
mbl.is Bebé kemst ekki í varalið Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki góð kaup

Ég held að flestir séu sammála því að þetta séu ein verstu kaup Rafa Benitez hjá Liverpool. Að borga tæplega 20 miljónir punda fyrir meiddan miðjumann frá Ítalíu? Það er algjör geðveiki. Margir segja reyndar að hann hafi ekki fengið tækifæri en ég er á því að þessi leikmaður séu einfaldlega ekki nógu öflugur fyrir ensku úrvalsdeildina.
mbl.is Aquilani kominn til Juventus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta gott eða slæmt fyrir Liverpool?

Er þetta gott eða slæmt fyrir Liverpool? Ég held að stuðningsmenn Liverpool vilji alls ekki fá Jose Mourinho til félagsins þannig að það er spurning hvort að þetta sé ekki gagnkvæmt? En ég held nú samt að ef einhver ríkur kappi kaupir Liverpool og vill fá Mourinho til að stýra liðinu myndi hann vera klár í slaginn. Finnst hann vera svona "til í allt fyrir peninga" stjóri.
mbl.is Mourinho útilokar Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það koma nokkur mörk í leiknum

Ég er alveg viss um það að þetta verði skemmtilegur leikur í kvöld. Þessi lið eru bæði með mjög skemmtilega leikmenn sem geta gert algjört kraftaverk þegar þeir eru í stuði. Menn eins og Torres, Gerrard, Tevez og Silva geta svo sannarlega glatt alla knattspyrnuáhugamenn með töktum sínum. Ég held reyndar að jafntefli verði niðurstaðan en ætla að spá 3-3. Held meira að segja að Manchester City komist í 2-0 og 3-1 en Gerrard skori jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins.
mbl.is Enn eitt jafntefli City og Liverpool?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool þarf framherja

Það er alveg á hreinu að Liverpool verður að fá sér nýjan framherja til að vera Fernando Torres til halds og trausts í vetur ef Liverpool ætlar að keppa um fjórða sætið. David N'gog hefur staðið sig ágætlega í upphafi þessa tímabils en hann er ekki alveg nógu öflugur til að hjálpa Liverpool í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili ef Torres meiðist. Liverpool þarf mann eins og Trezeguet til að þétta hópinn.
mbl.is Trezeguet á leið til Liverpool?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að gera þetta

Það verður bara að segjast um Alex Ferguson, hann stendur á sínu. Það er eins gott að lenda ekki kallinum. Í gegnum tíðina hafa margir leikmenn orðið "stærri" en félagið og hefur Ferguson ekki hikað við að selja þá. Það þýðir ekkert að láta þessar stórstjörnur stjórna liðunum en þetta er nú samt kannski aðeins of mikið af hinu góða, eða hvað? Að tala ekki við BBC í 6 ár? Þetta er rosalegur kall!
mbl.is Ferguson neitar enn að ræða við BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegir leikir í dag

Þetta voru hörkuleikir í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ég var alveg óður á fjarstýringunni og náði að sjá næstum því öll mörkin. Yndislegt að geta séð fimm leiki í beinni á sama tíma. Það er alltaf eitthvað að gerast.

Arsenal átt ekki í vandræðum með Blackpool, sérstaklega eftir að einn leikmaður Blackpool fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Þegar Arsenal dettur í stuð er unun að horfa á liðið.

Birmingham vann góðan sigur á Blackburn eftir að hafa lent 0-1 undir í upphafi seinni hálfleiks. Ben Foster var sprækur í marki Birmingham og varði meðal annars vítaspyrnu. Það gerði reyndar líka hann Jussi í marki Bolton gegn West Ham og það hjálpaði hans mönnum því Bolton vann leikinn 3-1. Everton náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Wolves á heimavelli og mér sýndist meira að segja mark Everton vera ólöglegt.

Svo var mikið stuð í leik Stoke og Tottenham en þar skoruðu heimamenn mark á lokamínútum leiksins en því miður fyrir leikmenn Stoke þá sáu dómarnir það mark ekki og því endaði leikurinn 2-1 fyrir Tottenham en ekki 2-2. Gareth Bale gerði bæði mörk Tottenham í leiknum.


mbl.is Sex mörk Arsenal - fyrstu stig WBA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fyrir Manchester United

Þá er það komið á hreint, Nemanja Vidic, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United. Þessi frábæri varnarmaður hefur verið orðaður við félög á Spáni í sumar og reyndar lengur en það en nú er ljóst að hann er ekki á leiðinni frá Manchester United.

Hingað til hefur verið sagt að fjölskylda Vidic hafi ekki verið að fíla Manchester og þá sérstaklega konan hans. Þetta er greinilega ekki vandamál lengur fyrst að Vidic er búinn að gera nýjan 4 ára samning. Vidic er liðinu gríðarlega mikilvægur, sérstaklega núna þegar Rio Ferdinand er frá vegna meiðsla. Sem sagt mjög góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Manchester United.
mbl.is Vidic samdi á ný við Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær leikmaður

Já, þetta kemur ekki á óvart. Gylfi Þór er búinn að standa sig hrikalega vel hjá Reading og eðlilega vilja lið í úrvalsdeildinni fá hann til sín. Ég er samt á því að hann eigi að spila með Reading eitt tímabil í viðbót, það er mikilvægt fyrir hann að fá að spila og verða AÐALmaðurinn. Það er samt stutt í það að hann færi sig upp um deild, það er alveg ljóst.
mbl.is Gylfi Þór orðaður við Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband