Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

WOW! Það eru komnar 145 fótboltaferðir í sölu...


220805 005
Við erum ekki að grínast. Það eru komnar 145 fótboltaferðir í sölu hjá okkur á www.gaman.is Það er um að gera að skoða úrvalið vel og vandlega og finna sér ferð fyrr en seinna. Helstu leikirnir eru fljótir að seljast upp. Seljum einnig staka miða á leiki

HA?

Bíddu bíddu bíddu? Arsene Wenger sagði í viðtali í gær að það væri 90% líkur á því að Olivier Giroud myndi spila með Arsenal á komandi tímabili. Er nokkuð viss um að þetta sé allt klappað og klárt. Trúi bara ekki öðru. Sóknarlína Arsenal verður svakaleg á næsta tímabili...úffff...Ég ætla sko á Emirates Stadium.
mbl.is Giroud: Hef ekki samið við Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Gylfi?

Gummi Ben, lýsari hjá 365, var nokkuð viss um það að Gylfi Þór Sigurðsson myndi ákveða sig í dag með hvaða liði hann ætlaði að spila með á næsta tímabili. Það hefur ekkert heyrst ennþá en kjaftasögurnar eru þær að hann hafi hitt menn frá Tottenham, Reading, Manchester United og Liverpool í dag. Ekki leiðinlegt að vera Gylfi Þór í dag. Það er sama hvað lið Gylfi velur, Gaman Ferðir verða með ferðir á leiki hans í vetur. Við lofum :)
mbl.is Laudrup: Vil gjarnan halda Gylfa hjá Swansea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borini til Liverpool?

Þetta væru klárlega góð kaup hjá Liverpool. Þeir þurfa klárlega góðan framherja til að vera til staðar ef Andy Carroll og Luis Suarez eru ekki í stuði. Ekki skemmir það fyrir að stjóri Liverpool þekkir vel til hans og hefur unnið með honum bæði hjá Chelsea og Swansea.
mbl.is Liverpool á höttunum eftir Borini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við vorum líka í Munchen

Cl FInal
Við vorum líka með nokkra á úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í Munchen. Það voru allt stuðningsmenn Chelsea og vá hvað þeir voru glaðir heim :)

Manchester United eru byrjaðir að versla

Manchester United hefur gengið frá kaupu á Shinji Kagawa en hann kemur til félagsins frá Borussia Dortmund fyrir óuppgefna upphæð. Búið var að ganga frá flestum formsatriðum fyrr í mánuðinum en Kagawa stóðst læknisskoðun í Manchester í dag og skrifaði í kjölfarið undir fjögurra ára samning við United segir í frétt á www.fotbolti.net í dag.

Þetta er mjög skemmtilegur leikmaður og á alveg örugglega eftir að gera góða hluti í ensku úrvalsdeildinni á komandi árum. Kagawa skoraði 17 mörk fyrir Dortmund á síðasta tímabili og lagði upp 13 mörk. Það er tölfræði í lagi.

Þetta er einstök tilfinning


LivChe
Það er alveg einstök upplifum að fara á alvöru fótboltaleik á Englandi. Þeir Eggert og Sigurður fóru í maí á úrslitaleik Liverpool og Chelsea á Wembley Stadium á vegum Gaman Ferða. Svo heppnir...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband