Færsluflokkur: Enski boltinn

Nú væri gott að hafa Eið Smára

Þetta er svakalegt. Bara heilt lið sem getur ekki verið með vegna meiðsla. Nú væri gott fyrir Harry Redknapp að hafa Eið Smára en sá kappi átti flottan leik með Tottenham á þessum velli á síðasta tímabili. Það er spurning hvort Eiður skoppi aftur til Tottenham í næstu viku en sögur þess efnis hafa verið háværar á Englandi síðustu daga.


mbl.is Tottenham í vandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðir á leiki Sheffield Wednesday?

Þýðir þetta ekki að Íslendingar fari að flykkjast til Sheffield? Það er eins gott að hringja strax í klúbbinn og tryggja sér 100 miða á alla leiki. Kannski verður Eiður Smári fyrsti leikmaðurinn sem Eggert kaupir til liðsins? Hver veit?
mbl.is Eggert sagður í viðræðum vð Sheffield Wednesday
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fyrir Arsenal

Það er ljóst að Arsene Wenger verður að fá varnarmann til liðsins og þessi kappi hljómar ágætlega. Hef reyndar ekki heyrt um hann áður en Wenger er þekktur fyrir það að vita hvað hann er að gera þegar franskir leikmenn eiga í hlut. Hver er þessi maður?
mbl.is Arsenal í viðræðum um kaup á Squillaci
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri en Gera og Dempsey?

Ég var alveg viss um það að Eiður Smári væri á leiðinni til Blackburn en nú virðist það vera úr sögunni. Eiður Smári myndi klárlega styrkja lið Fulham enda mjög skapandi leikmaður þegar hann kemst í stuð. Eiður Smári yrði væntanlega að keppa við leikmenn eins og Zoltan Gera og Clint Dempsey um sæti í liðinu þar sem Mark Hughes spilar 4-4-1-1 kerfi, gerði það að minnsta kosti gegn Bolton um síðustu helgi.

En er Eiður Smári betri en þessir ágætu herramenn? Yrði hann pottþétt í byrjunarliði Fulham? Hvað finnst þér?
mbl.is Fulham enn á höttunum eftir Eiði Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur snillingur

Þetta er svo mikill snillingur. Það eru ekki margir sem hafa haldið eins mikilli tryggð við félagið sitt eins og Giggs. Að hugsa sér, kallinn er að verða 37 ára og leikur ennþá mikilvægt hlutverk í stórliði eins og Manchester United. Að mínu mati einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Ég vildi að það væru fleiri leikmenn eins og Ryan Giggs. Og vildi líka fyrir hönd Englendinga að hann hefði fæðst á Englandi en ekki í Wales.


mbl.is Giggs á markalistanum 21 ár í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það kona sem á Manchester City?

Það er bara eins og það sé kona sem eigi Manchester City. Það þykir engum karlmönnum svona gaman að versla, er það nokkuð? Þvílíkur hópur hjá Manchester City!

Að mínu mati eru Chelsea og Manchester City með bestu hópana en er það nóg?
mbl.is Félagaskiptum lokið - ensku hóparnir klárir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi leikur framundan

Það verður gaman að sjá hvernig leikmenn Newcastle standa sig í kvöld á Old Trafford en þeim bíður ansi erfitt verkefni. Það að mæta Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð er klárlega erðiðasta byrjun sem nýliðar í deildinni geta fengið (og kannski mæta Chelsea á Stamford Bridge eins og West Brom fékk að finna fyrir á laugardaginn). Ég held að heimamenn taki þetta nokkuð örugglega, sérstaklega ef Wayne Rooney verður í stuði. Hann er algjör lykilmaður í þessu Manchester United liði. Ef hann er 100% þá þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að hafa áhyggjur af komandi tímabili.
mbl.is Newcastle vann síðast á Old Trafford fyrir 38 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaður

Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við honum svona sterkum í upphafi mótsins. Satt að segja hafði ekki bara alls ekki neina trú á honum en þrenna í fyrsta leik, það er alveg í lagi. Hann ætlar sér víst að skora 40 mörk í vetur fyrir Chelsea. Ef hann heldur áfram á þessari braut þá er allt mögulegt.
mbl.is Drogba kominn framúr Greaves
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er gáttaður!

Þvílík snilld. Hver hefði trúað þessu? Það spá allir sérfræðingar þessu liði beint niður aftur en þeir byrjuðu heldur betur með stæl í dag. 4-0 sigur á útivelli. Úff, þetta verður erfitt tímabil hjá Wigan ef þeir spila svona illa á næstu vikum og mánuðum. 4-0? Ótrulegt!
mbl.is Blackpool byrjaði með látum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð byrjun

Þða er greinilegt að lið Chelsea kemur tilbúið til leiks. Liðið var ekki að spila vel á undirbúningstímabilinu og áttu frekan slakan dag gegn Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. En það var allt að ganga upp hjá þeim í dag og Didier Drogba virðist vera vel stemmdur. Ekki slæm byrjun hjá meisturnum.
mbl.is Meistarar Chelsea beint á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband