Færsluflokkur: Enski boltinn
Rooney öflugur
29.8.2010 | 10:33
Hann Wayne Rooney stóð sig mjög vel í leiknum í gær en strákurinn var úti um allan völl, var ófeiminn við það að fara aftur og ná hreinlega í boltann. Vítið var öruggt og svo átti strákurinn sömuleiðis sendinguna á Nani þegar hann skoraði markið sitt. Það er vonandi fyrir Manchester United og enska landsliðið að Rooney sé vaknaður til lífsins.
![]() |
Ferguson: Rooney fullur af orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sterkur leikur
29.8.2010 | 10:31
Það verður spennandi að sjá hvernig Raul Meireles muni standa sig með Liverpool. Þetta er hörkuleikmaður og gæti alveg gert fína hluti hjá liðinu. En þetta snýst mikið til um það hvernig hann muni aðlagast enska boltanum því sá enski er töluvert frábrugðin þeim portúgalska. Nú er spurning hvort fleiri leikmenn verði keyptir til Liverpool en talið er líklegt að eitt stykki vinstri bakvörður og framherji muni bætast í hópinn fyrir 1. september. Já, það eru skemmtilegir dagar framundan.
![]() |
Meireles samdi við Liverpool til fjögurra ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kemur á óvart
29.8.2010 | 10:28
Já, þetta kemur svo sannarlega á óvart. Gylfi til Þýskaland en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þetta málið. Maður vissi nú að Gylfi yrði seldur fljótlega frá Reading en að áfangastaðurinn yrði Þýskaland, það kemur á óvart. Aftur á móti er Hoffenheim flott lið í Þýskalandi og það er vonandi að Gylfi verði lykilmaður í liðinu en vermi ekki bekkinn.
Auðvitað er Travel2Football með ferðir á leiki í þýska boltanum en til dæmis má sjá Gylfa "beint í æð" þegar Hamborg fær Hoffenheim í heimsókn síðar á þessu ári. Skoðaðu úrvalið á www.travel2football.is.
Auðvitað er Travel2Football með ferðir á leiki í þýska boltanum en til dæmis má sjá Gylfa "beint í æð" þegar Hamborg fær Hoffenheim í heimsókn síðar á þessu ári. Skoðaðu úrvalið á www.travel2football.is.
![]() |
Gylfi Þór á leið til Hoffenheim - Fer í læknisskoðun á mánudaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ná þeir í lið?
29.8.2010 | 10:24
Ég er bara byrjaður að hafa áhyggjur af því að þeir nái hreinlega ekki í lið. Það eru bara allir meiddir eða hættir í landsliðinu. Nú er spurning hvort Capello noti tækifærið og treysti á yngri leikmenn sem ekki hafa áður fengið tækifæri með liðinu. Það verður allavega spennandi að sjá hópinn en hann verður kynntur í kvöld.
![]() |
Terry ekki með Englendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það yrði rosalegt!
29.8.2010 | 10:23
Það væri svakalegt ef Jose Mourinho tæki við af Alex Ferguson, það er alveg klárt mál. Ég held að það sé alveg 100% öruggt að Mourinho kemur aftur í enska boltann en ætli Manchester City sé ekki líklegri áfangastaður. En hvað? Það verður rosalega erfitt fyrir þann sem tekur við Alex Ferguson enda maðurinn búinn að gera fáranlega góða hluti á sínum langa og farsæla ferli. Ég held að Jose Mourinho sé ekki maður í það...
![]() |
Sneijder: Mourinho mun taka við af Ferguson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flottar fótboltaferðir
28.8.2010 | 09:14
Ef þú ætlar að skella þér á leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er um að gera að skoða úrvalið hjá Travel2Football.is Travel2Football er opinber samstarfsaðili Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester United. Einnig er í boði hjá Travel2Football ferðir á leiki á Spáni og Þýskalandi.
Núna eru svo komnar inn ferðir á leiki Arsenal, Chelsea og Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og sömuleiðis leikir Liverpool í riðlakeppni í Evrópudeildinni.
Skoðaðu úrvalið á www.travel2football.is.
Núna eru svo komnar inn ferðir á leiki Arsenal, Chelsea og Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og sömuleiðis leikir Liverpool í riðlakeppni í Evrópudeildinni.
Skoðaðu úrvalið á www.travel2football.is.
Ferguson vs. Wenger
28.8.2010 | 09:10
Já, enski boltinn er svo sannarlega byrjaður að rúlla. Eitt af því sem má segja að sé fastur liður eins og venjulega í upphafi tímabilsins er það að Alex Ferguson og Arsene Wenger skiptast á orðum. Að þessu sinni byrjaði þetta með því að Wenger var að tjá sig um Paul Scholes en hann sagði meðal annars að þessi leikmaður ætti sínar dökku hliðar á vellinum. Auðvitað svaraði Alex Ferguson honum Wenger strax enda þekktur fyrir það að verja sína menn í fjölmiðlum.
Þetta er bara gaman, að fá smá læti milli stjóra. Maður bara saknar þess tíma þegar Jose Mourinho var í deildinni, þá voru alvöru læti milli stjóranna :)
Þetta er bara gaman, að fá smá læti milli stjóra. Maður bara saknar þess tíma þegar Jose Mourinho var í deildinni, þá voru alvöru læti milli stjóranna :)
![]() |
Ferguson óánægður með Wenger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins er hann farinn
27.8.2010 | 10:01
Þetta segja flestir stuðningsmenn Liverpool í dag, loksins er hann farinn. Það var greinilegt að hausinn var ekki alveg í lagi hjá þessum annars ljómandi góða knattspyrnumanni. Ekki er ljóst hvað Liverpool fær fyrir Mascherano en talið er líklegt að Barcelona borgi Liverpool 16 miljónir punda út og svo fái þeir allt 6 miljónir punda til viðbótar sem miðast við leiki spilaða hjá Mascherano og árangur Barcelona á komandi tímabili.
![]() |
Liverpool og Barcelona semja um Mascherano |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki alveg Meistaradeild Evrópu
27.8.2010 | 09:49
Já, þá er það ljóst að Liverpool spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Þetta er ekki alveg Meistaradeildin en samt eitthvað. Það er samt greinilegt að Roy Hodgson ætlar að ekki að leggja mikla áherslu á þessa keppni. Deildin verður algjört aðalatriði en það að ná fjórða sætinu og sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili skiptir öllu máli fyrir Liverpool.
![]() |
Liverpool í fyrsta og City í öðrum styrkleikaflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er naumast
26.8.2010 | 12:07
Það er ótrulega mikið að gerast hjá Liverpool um þessar mundir. Bæði Kuyt og Mascherano hafa verið orðaðir við önnur félög á síðustu vikum og nú virðist Inter Milan vera að reyna að kaupa þá báða þrátt fyrir samkomulag Rafa Benitez við Liverpool um að hann myndi ekki reyna að lokka leikmenn frá Liverpool. Einnig er Barcelona víst á eftir Mascherano en hvort liðið virðist vilja borga uppsett verð. Það er spurning hvort liðin fari í verðstríð og Liverpool nái að selja þennan óvinsæla leikmann Liverpool.
![]() |
Inter staðfestir tilboð í Mascherano |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |