Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Spennandi leikur framundan

Það verður gaman að sjá hvernig leikmenn Newcastle standa sig í kvöld á Old Trafford en þeim bíður ansi erfitt verkefni. Það að mæta Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð er klárlega erðiðasta byrjun sem nýliðar í deildinni geta fengið (og kannski mæta Chelsea á Stamford Bridge eins og West Brom fékk að finna fyrir á laugardaginn). Ég held að heimamenn taki þetta nokkuð örugglega, sérstaklega ef Wayne Rooney verður í stuði. Hann er algjör lykilmaður í þessu Manchester United liði. Ef hann er 100% þá þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að hafa áhyggjur af komandi tímabili.
mbl.is Newcastle vann síðast á Old Trafford fyrir 38 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaður

Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við honum svona sterkum í upphafi mótsins. Satt að segja hafði ekki bara alls ekki neina trú á honum en þrenna í fyrsta leik, það er alveg í lagi. Hann ætlar sér víst að skora 40 mörk í vetur fyrir Chelsea. Ef hann heldur áfram á þessari braut þá er allt mögulegt.
mbl.is Drogba kominn framúr Greaves
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er gáttaður!

Þvílík snilld. Hver hefði trúað þessu? Það spá allir sérfræðingar þessu liði beint niður aftur en þeir byrjuðu heldur betur með stæl í dag. 4-0 sigur á útivelli. Úff, þetta verður erfitt tímabil hjá Wigan ef þeir spila svona illa á næstu vikum og mánuðum. 4-0? Ótrulegt!
mbl.is Blackpool byrjaði með látum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð byrjun

Þða er greinilegt að lið Chelsea kemur tilbúið til leiks. Liðið var ekki að spila vel á undirbúningstímabilinu og áttu frekan slakan dag gegn Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. En það var allt að ganga upp hjá þeim í dag og Didier Drogba virðist vera vel stemmdur. Ekki slæm byrjun hjá meisturnum.
mbl.is Meistarar Chelsea beint á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hleb?

Þetta kemur ekki á óvart að Javier Mascherano sé á leiðinni frá Liverpool en að fá aðeins 15 miljónir evra og Hleb í staðinn kemur á óvart. Held að þetta sé eitthvað slúður, það getur bara ekki verið að Liverpool sætti sig við svona tilboð frá Barcelona.


mbl.is Liverpool og Barcelona hafa náð samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er naumast

Það kemur nú ekki á óvart að Roy Hodgson hafi náð sér í Norðurlandabúa enda hefur hann mikið dálæti á þeim. Það er alveg ljóst að Christian Poulsen er góður leikmaður og mun nýtast Liverpool vel. Ég er samt á því að Liverpool þurfi meira á vinstri bakverði og framherja á að halda en varnarsinnuðum miðjumanni. Það er því greinilegt að Javier Mascerano er á leiðinni frá félaginu en eins og staðan er í dag virðist ekkert lið vera tilbúið að borga uppsett verð.
mbl.is Poulsen genginn í raðir Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð kaup?

Þetta er svakalegt. Stoke að kaupa leikmann á 8 miljónir punda. Magnað. Jones er fínn leikmaður en alls ekki 8 miljón punda virði. Strákurinn skoraði 26 mörk í tæplega 100 leikjum fyrir Sunderland en hann var keyptur til Sunderland í ágúst 2007 fyrir 6 miljónir punda.

Jones þekkir nú samt Stoke ágætlega þar sem hann var lánsmaður hjá félaginu árið 2005 en þá lék 13 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim leikjum 3 mörk. Hann á ábyggilega eftir að standa sig vel fyrir Stoke en ég er samt á því að hann sé of dýr.


mbl.is Stoke keypti Kenwyne Jones fyrir metfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma svo...

Viltu gjöra svo vel og kaupa Mesut Özil sem fyrst Herra Ferguson. Ég vill sjá þennan snjalla leikmann í ensku deildinni. Reyndar sagði Alex Ferguson á dögunum að hann ætlaði ekki að kaupa fleiri leikmenn í sumar, væri bara sáttur með hópinn sinn. En það væri svo gaman að sjá Özil á Old Trafford...
mbl.is Ferguson með leyfi til að kaupa Özil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsing frá Travel2Football.is


Létt sprell á þriðjudegi :)

Alveg rólegur...

Ég er sammála því að Joe Cole er frábær leikmaður en betri en sjálfur Lionel Messi, ég veit það nú ekki. Ég held reyndar að Joe Cole muni verða Liverpool frábær liðsauki og ef hann verður heill í vetur þá mun hann verða einn af bestu leikmönnum deildarinnar á komandi tímabili. Hann virðist ætla að fá frjálst hlutverk hjá Liverpool en ekki vera fastur á vinstri kantinum eins og hjá Chelsea.

Liverpool verður mun sterkara með Joe Cole í liðinu á komandi tímabili og ekki skemmir fyrir að hann virðist kunna mjög vel við sig í Liverpool enda hefur honum verið tekið fagnandi.
mbl.is Gerrard: Cole betri en Messi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband