Færsluflokkur: Enski boltinn

Hleb?

Þetta kemur ekki á óvart að Javier Mascherano sé á leiðinni frá Liverpool en að fá aðeins 15 miljónir evra og Hleb í staðinn kemur á óvart. Held að þetta sé eitthvað slúður, það getur bara ekki verið að Liverpool sætti sig við svona tilboð frá Barcelona.


mbl.is Liverpool og Barcelona hafa náð samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er naumast

Það kemur nú ekki á óvart að Roy Hodgson hafi náð sér í Norðurlandabúa enda hefur hann mikið dálæti á þeim. Það er alveg ljóst að Christian Poulsen er góður leikmaður og mun nýtast Liverpool vel. Ég er samt á því að Liverpool þurfi meira á vinstri bakverði og framherja á að halda en varnarsinnuðum miðjumanni. Það er því greinilegt að Javier Mascerano er á leiðinni frá félaginu en eins og staðan er í dag virðist ekkert lið vera tilbúið að borga uppsett verð.
mbl.is Poulsen genginn í raðir Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð kaup?

Þetta er svakalegt. Stoke að kaupa leikmann á 8 miljónir punda. Magnað. Jones er fínn leikmaður en alls ekki 8 miljón punda virði. Strákurinn skoraði 26 mörk í tæplega 100 leikjum fyrir Sunderland en hann var keyptur til Sunderland í ágúst 2007 fyrir 6 miljónir punda.

Jones þekkir nú samt Stoke ágætlega þar sem hann var lánsmaður hjá félaginu árið 2005 en þá lék 13 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim leikjum 3 mörk. Hann á ábyggilega eftir að standa sig vel fyrir Stoke en ég er samt á því að hann sé of dýr.


mbl.is Stoke keypti Kenwyne Jones fyrir metfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma svo...

Viltu gjöra svo vel og kaupa Mesut Özil sem fyrst Herra Ferguson. Ég vill sjá þennan snjalla leikmann í ensku deildinni. Reyndar sagði Alex Ferguson á dögunum að hann ætlaði ekki að kaupa fleiri leikmenn í sumar, væri bara sáttur með hópinn sinn. En það væri svo gaman að sjá Özil á Old Trafford...
mbl.is Ferguson með leyfi til að kaupa Özil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsing frá Travel2Football.is


Létt sprell á þriðjudegi :)

Alveg rólegur...

Ég er sammála því að Joe Cole er frábær leikmaður en betri en sjálfur Lionel Messi, ég veit það nú ekki. Ég held reyndar að Joe Cole muni verða Liverpool frábær liðsauki og ef hann verður heill í vetur þá mun hann verða einn af bestu leikmönnum deildarinnar á komandi tímabili. Hann virðist ætla að fá frjálst hlutverk hjá Liverpool en ekki vera fastur á vinstri kantinum eins og hjá Chelsea.

Liverpool verður mun sterkara með Joe Cole í liðinu á komandi tímabili og ekki skemmir fyrir að hann virðist kunna mjög vel við sig í Liverpool enda hefur honum verið tekið fagnandi.
mbl.is Gerrard: Cole betri en Messi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæmi ekki á óvart

Já, það kæmi ekki á óvart ef Bob Bradley myndi taka við liði Aston Villa. Eigandi Aston Villa, Randy Lerner, er Bandaríkjamaður eins og Bradley og því líklegt að Lerner vilji fá landa sinn til Aston Villa. Þess má geta að Lerner á einnig NFL-liðið Cleveland Browns.

Bob Bradley hefur aðeins þjálfað í Bandaríkjunum en hann stjórnaði liðum Chicago Fire, MetroStars og Chivas USA áður en hann tók við landsliði Bandaríkjanna í desember 2006. Það yrði vissulega spennandi að sjá hvort Bradley myndi standa sig í enska boltanum. Ég held persónulega að hann gæti gert fína hluti í ensku deildinni en ég veit ekki hvort Aston Villa sé liðið fyrir hann.


mbl.is Bob Bradley líklegasti arftaki O'Neill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilega mjög ósáttur

Þetta eru svakalegar fréttir. Martin O'Neill er búinn að gera frábæra hluti með Aston Villa og því kemur þetta á óvart, en samt ekki. Það er vitað að O'Neill er mjög ósáttur með það að félagið selji alla sína bestu leikmenn. Hann sagði í viðtali um helgina að það væru miklar líkur á því að James Milner myndi yfirgefa félagið á næstu dögum þannig að hann vissi að það væri að gerast en það er spurning hvort fleiri leikmenn séu á leiðinni frá félaginu? Er til dæmis Young sömuleiðis á leiðinni frá Aston Villa? Er það ástæðan fyrir því að Martin O'Neill hefur ákveðið að segja bless á þessum tímapunkti?
mbl.is O'Neill hættur með Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með allt á hreinu

Alex Ferguson stendur alltaf fyrir sínu, auðvitað var þetta planað hjá honum. Það er auðvitað alveg fáranlegt að það sé vináttulandsleikur nokkrum dögum fyrir mót. Ferguson er ekkert að byrja í þessum bransa :)
mbl.is Blekkti Ferguson Fabio Capello?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður Smári til Blackburn?

Vonandi þýðir þetta að Eiður Smári spili í enska boltanum á komandi tímabili. West Ham vill væntanlega ekki fá hann þar sem hann sagði nei við þá á síðasta tímabili en Blackburn væri góður kostur fyrir Eið Smára. Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Blackburn, þekkir Eið Smára vel og veit hvað hann getur.

Þannig að ég veðja á það að Eiður Smári verði kominn til Blackburn fyrir 1. september.
mbl.is Eiður með of há laun fyrir Rangers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband