Færsluflokkur: Enski boltinn

Til hamingju

Já, Manchester United vann fyrsta bikar tímabilsins þegar þeir unnu Chelsea 3-1 í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Sigurinn var sanngjarn og greinilega að Manchester United ætlar að berjast um meistaratitilinn í vetur. Sérstaklega fannst mér gaman að sjá hversu sprækur Paul Scholes var í leiknum. Það vantaði hann alveg í enska landsliðið í Suður-Afríku í sumar. Markið hjá Javier var líka algjört æði :)

Chelsea áttu sína spretti en voru bara ekki nógu góðir í dag. Það verður að viðurkennast að það er bara komin spenna í mann, enska úrvalsdeildin byrjar um næstu helgi. Loksins fer boltinn aftur að rúlla. Nú þarf maður bara að fara ákveða sig hvaða leik maður ætlar að skella sér á komandi tímabili.

mbl.is Man. Utd tryggði sér Samfélagsskjöldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta sjónvarpsauglýsing Travel2Football á Íslandi


Við viljum frekar hafa ferðirnar ódýrari en að eyða miklu í sjónvarpsauglýsingar :)

Ekki gott

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Rauðu Djöflanna. Það eru margir stuðningsmenn Manchester United á því að miðjan hjá þeim sé veiki hlekkurinn í liðinu og því mega þeir ekki við því að missa Michael Carrick í einhver meiðsli. Sem betur fer virðast þetta ekki vera alvarleg meiðsli, í mesta lagi 2-3 vikur. En það er ekki gott að byrja tímabilið svona, það er alveg ljóst.

Michael Carrick mun ekki taka þátt í leiknum gegn Chelsea um helgina og væntanlega ekki heldur fyrsta leiknum í deildinni þegar Manchester United mætir Newcastle. Þetta kannski eykur líkurnar á því að Alex Ferguson kaupa miðjumann til liðsins. Eins og hefur komið fram á þessari síðu þá er ég á því að Manchester United verði að kaupa sér sprækan miðjumann áður en tímabilið hefst.
mbl.is Carrick frá keppni næstu vikurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er málið

Þetta er alveg málið fyrir Manchester United. Werder Bremen hljóta að vilja selja hann núna í staðinn fyrir það að hann fari frítt frá félaginu næsta sumar. Ég held að flestir stuðningsmenn Manchester United séu sammála mér að þessi Þjóðverji er einmitt það sem þeim vantar, svona skapandi miðjumann.

En hvað er Alex Ferguson tilbúinn að borga fyrir þennan pilt, eigum við að segja 15 miljónir punda og málið er dautt? Ég ætla allavega að leggja nokkrar krónur undir hjá einhverjum veðbanka í Bretlandi um það að Özil verði orðinn leikmaður Manchester United fyrir 1. september.

mbl.is United á enn möguleika á að fá Özil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott að fá Ramires í enska boltann

Þá er það ljóst að Ramires er á leiðinni til Chelsea. Eftir aðeins eitt tímabil hjá Benfica hefur hann verið keyptur til Chelsea fyrir 18 miljónir punda. Strákurinn spilaði mjög vel með Benfica á síðasta tímabili en í þeim 26 leikjum sem hann spilaði fyrir félagið skoraði hann 4 mörk og lagði upp heilan helling.

Velkominn í ensku úrvalsdeildina!
mbl.is Benfica samþykkti tilboð Chelsea í Ramires
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Manchester City á komandi tímabili?

Það er alveg á hreinu að stóra spurning komandi tímabils er hvernig Manchester City mun standa sig. Eftir að hafa keypt Jerome Boateng, Aleksandar Kolarov, Yaya Toure og David Silva til liðsins í sumar ætti liðið klárlega að geta keppt um titilinn. En nær Roberto Mancini að búa til liðsheild? Er það ekki það sem þarf? Þetta fyrirkomulag ekki gefist vel hjá Real Madríd, það er að segja að reyna kaupa titilinn. Það er ljóst að hópurinn hjá Manchester City er hrikalega sterkur en að mínu mati er það bara ekki nóg. Ég er á því að Mancini sé ekki nægilega góður stjóri til að búa til góða liðsheild úr þessu stjörnuliði. Ég er ekki viss um það hvort Mark Hughes sé heldur maðurinn til þess. Eða hvað? Verður Manchester City enskur meistari næsta vor í fyrsta sinn síðan 1968? Ég veit það ekki, líklega ekki...
mbl.is Ancelotti: City tilbúið í titilbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Alex Ferguson?

Já, Wayne Rooney byrjar ekki tímabilið vel fyrir Manchester United. Fyrsta æfingin hans var í gær og hann var víst ansi slappur enda nýkominn af djamminu. Ég held nú samt að Alex Ferguson refsi Rooney ekki, að minnsta kosti ekki opinberlega.

Hér má sjá þessar myndir af Rooney á djamminu.
mbl.is Rooney búinn að koma sér í vandræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Diarra málið?

Já, það kemur ekki á óvart að Alex Ferguson sé að skoða þennan öfluga miðjumann. Lassana Diarra fær líklega lítið að spila með Real Madrid á komandi tímabili og það gæti freistað hans að fara til Manchester United. Plúsinn fyrir Manchester United er auðvitað sá að Diarra þekkir ensku deildina en hann spilaði með Portsmouth áður en hann fór til Real Madrid.

Það er spurning hvort Ferguson sé tilbúinn að borga 20 miljónir punda fyrir hann. Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Real Madrid, gæti nú gefið Ferguson afslátt þar sem þeir eru svo "miklir" vinir.
mbl.is United með Diarra í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottar fótboltaferðir

Fáðu boltann beint í æð og skelltu þér á völlinn hjá bestu liðum Evrópu. Travel2Football er opinber samstarfsaðili allra stærstu liðanna í Evrópu.
 
Bókaðu ferðina á netinu og borgaðu með kreditkorti. Á innan við 5 mínútum færðu öll ferðagögn send til þín í tölvupósti og sömuleiðis upplýsingar um hótelið og miðana og allt er klárt fyrir ferðina.

Sala á ferðum á enska boltann tímabilið 2010/2011 er hafin. Sömuleiðis verður hægt að kaupa hótel og miða á leiki á Spáni, Ítalíu, Skotlandi og Þýskalandi í ágúst.
 
Hafðu þetta einfalt
Bókaðu þitt eigið flug en keyptu hótel og miða hjá okkur hér á Travel2Football.is.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er bara að senda okkur póst á info@travel2football.is.

Umboðsmenn Travel2Football á Íslandi eru þeir Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon.


Hvað gerir Cesc Fabregas?

Já, Arsenal sigraði á Emirates-mótinu sem kláraðist í dag. Í dag lék Arsenal við Celtic og hafði betur, 3-2. Enginn Cesc Fabregas var í liði Arsenal en hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu enda fór hann alla leið með Spánverjum á HM og fékk því lengra sumarfrí. En hvað gerir Fabregas þegar hann mætir á fyrstu æfinguna sína? Mun Fabregas staðfesta það að hann vilji fara frá félaginu eða mun hann segja að hann sé sáttur hjá Arsenal og sé ekki á leiðinni til Barcelona.

Arsene Wenger sagði í viðtali í gær að nú væri komið að Fabregas að ákveða sig. Nú er bara spurning hvað Fabregas gerir. Það kemur sem sagt í ljós á næstu dögum hvernig þessi framhaldssaga fer.
mbl.is Arsenal lagði Celtic og vann Emirates mótið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband