Flott ferð á White Hart Lane
9.12.2012 | 19:42
Kristinn og synir hans, Andri og Gissur, skelltu sér á Tottenham - West Ham á dögunum með Gaman Ferðum. Við fengum þennan póst frá þeim: Þetta var alveg frábær ferð í alla staði. Flott hótel, flottir miðar, góð úrslit með sonunum tveimur. Getur maður beðið um meira? Takk fyrir okkur.
-Það er svo gaman að fá svona pósta.
Afskaplega ánægðir á Anfield
9.12.2012 | 19:41
Arnar og Kristinn voru hressir á Liverpool - Wigan á dögunum! Skoðaðu úrvalið hjá okkur á www.gaman.is. Ótrulega margir leikir í boði.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gaman Ferðir og Chelsea klúbburinn í samstarf
9.12.2012 | 19:40
Á dögunum skrifuðu Þór Bæring Ólafsson, yfirstrumpur hjá Gaman Ferðum, og Karl H. Hillers, formaður Chelsea klúbbsins á Íslandi, undir samstarfssamning. Nánari upplýsingar um samstarf Gaman Ferða og Chelsea klúbbsins er að finna á www.chelsea.is.
Boltaferðir fyrir alla
14.9.2012 | 01:31
Það er einstök tilfinning að skella sér á leik með sínu liði í enska boltanum. Ef þú hefur áhuga á því að skoppa til Englands og sjá þitt lið þá er um að gera að setja sig í samband við Gaman Ferðir. Við erum með ferðir á alla helstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Skoðaðu úrvalið á www.gaman.is.
Það er gaman að prófa eitthvað nýtt
14.9.2012 | 01:28
Þetta er svo gaman...
14.9.2012 | 01:17
Njáll og Matthildur fóru með Gaman Ferðum á Tottenham - WBA á dögunum. Þetta var í fyrsta sinn sem þau fóru á leik á White Hart Lane. Það er einstök tilfinning að skella sér á leik í enska boltanum. Gaman Ferðir eru sérfræðingar í boltaferðum! Skoðaðu úrvalið á www.gaman.is.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
WOW! Það eru komnar 145 fótboltaferðir í sölu...
23.6.2012 | 00:28
Við erum ekki að grínast. Það eru komnar 145 fótboltaferðir í sölu hjá okkur á www.gaman.is Það er um að gera að skoða úrvalið vel og vandlega og finna sér ferð fyrr en seinna. Helstu leikirnir eru fljótir að seljast upp. Seljum einnig staka miða á leiki
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HA?
23.6.2012 | 00:26
Bíddu bíddu bíddu? Arsene Wenger sagði í viðtali í gær að það væri 90% líkur á því að Olivier Giroud myndi spila með Arsenal á komandi tímabili. Er nokkuð viss um að þetta sé allt klappað og klárt. Trúi bara ekki öðru. Sóknarlína Arsenal verður svakaleg á næsta tímabili...úffff...Ég ætla sko á Emirates Stadium.
Giroud: Hef ekki samið við Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað gerir Gylfi?
23.6.2012 | 00:24
Gummi Ben, lýsari hjá 365, var nokkuð viss um það að Gylfi Þór Sigurðsson myndi ákveða sig í dag með hvaða liði hann ætlaði að spila með á næsta tímabili. Það hefur ekkert heyrst ennþá en kjaftasögurnar eru þær að hann hafi hitt menn frá Tottenham, Reading, Manchester United og Liverpool í dag. Ekki leiðinlegt að vera Gylfi Þór í dag. Það er sama hvað lið Gylfi velur, Gaman Ferðir verða með ferðir á leiki hans í vetur. Við lofum :)
Laudrup: Vil gjarnan halda Gylfa hjá Swansea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borini til Liverpool?
23.6.2012 | 00:20
Þetta væru klárlega góð kaup hjá Liverpool. Þeir þurfa klárlega góðan framherja til að vera til staðar ef Andy Carroll og Luis Suarez eru ekki í stuði. Ekki skemmir það fyrir að stjóri Liverpool þekkir vel til hans og hefur unnið með honum bæði hjá Chelsea og Swansea.
Liverpool á höttunum eftir Borini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |