Arsenal-klúbburinn og Gaman Ferðir í samstarf
25.7.2013 | 15:11
Eftir aðalfund Arsenal-klúbbsins á Íslandi fyrr í sumar var undirritaður samstarfssamningur milli klúbbsins og Gaman Ferða og WOW air. Með þessum samningi mun Arsenal-klúbburinn auka þjónustu sína við félagsmenn auk þess að tryggja það að þeir komast sem ódýrast út á leiki og í hópferðir.
Við í stjórn Arsenal-klúbbsins hlökkum mikið til og verður gaman að sigla inn í breytta tíma með nýju fólki. Við þökkum Þór og Braga hjá Gaman Ferðum fyrir að hafa tekið vel á móti okkur og verður þetta eflaust ánægjulegt samstarf sem félagsmenn munu njóta góðs af sagði Sigurður Enoksson, formaður klúbbsins, eftir undirskriftina.
Gaman Ferðir verða með þessum samstarfssamningi einn af aðalstyrktaraðilum Arsenal-klúbbsins á Íslandi og ætla meðal annars að styðja klúbbinn í því að halda áfram að vaxa og dafna. Gaman Ferðir í samstarfi með WOW air og Arsenal-klúbburinn á Íslandi ætla að vinna saman að því að fjölga í Arsenal-klúbbnum á Íslandi en á síðasta tímabili voru 1334 einstaklingar skráðir í klúbbinn. Hægt er að skrá sig í Arsenal-klúbbinn á Íslandi og fá allar nánari upplýsingar á vefsíðunni www.arsenal.is.
Það eru forréttindi að fá að vinna með öllu þessu góða fólki í Arsenal-klúbbnum en markmið okkar er auðvitað að bjóða félagsmönnum upp á flottar ferðir á Emirates Stadium á góðu verði. Minn fyrsti leikur í enska boltanum var einmitt á Highbury árið 1994 en þá sá ég Arsenal gera jafntefli við Blackburn. Það var rosaleg upplifun sagði Þór Bæring Ólafsson, framkvæmdastjóri Gaman Ferða, eftir undirskriftina.
Gaman Ferðir er með ferðir á alla heimaleiki Arsenal á komandi tímabili og fjórar hópferðir sömuleiðis. Allar ferðir næsta tímabils eru komnar í sölu á vefsíðu Gaman Ferða, www.gaman.is.
Takk fyrir velja Gaman Ferðir
25.7.2013 | 15:08
Nú er liðið rúmlega ár síðan að Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir var stofnuð. Á þessu eina ári hafa ótrulega margir farið í ferð á okkar vegum og hér að neðan má finna umsagnir frá nokkrum af viðskiptavinum okkar. Takk fyrir að velja Gaman Ferðir!
Friðrik Sæbjörnsson
Þetta var alveg frábær ferð, farið í búðir, London Zoo og svo á leikinn. Mæli með London Zoo, vorum þar í 5-6 tíma og hefðum geta verið lengur. Síðan var nátturulega alveg frábært á leiknum. Þetta var mjög vel skipulagt, þurftum ekki að hafa áhyggjur af neinu.
Vilhjálmur Jónsson
Ferðin var skemmtileg og upplifunin meiri en við væntum. Stemmningin á vellinum var engu lík. Hótelið var fínt og vel staðsett með tilliti til Stamford Bridge. Við vorum ánægðir og spurning hvort þið verðið með ferðir til Barcelona í haust. Við ætlum klárlega að fara í fleiri svona ferðir í framtíðinni.
Ingvar Júlíus Tryggvason
Þetta var hrikalega gaman. Nákvæmlega ekkert vesen. Miðinn var mættur á hótelið við komu mína.
Benjamín Júlíusson
Í heildina var þetta mjög góð ferð og vorum við allir mjög ánægðir. Held að við höfum bara ekki undan neinu að kvarta. Og ef ég fer aftur í svona ferð að þá er ég alveg til í að tala við ykkur aftur um slíka ferð.
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir
Við vorum alsæl með ferðina, allt stóðst eins og stafur á bók og svo fengum við auðvitað frábæran leik með 3 mörkum á síðustu mínútunum.Ég sem er nú ekki mikil fótboltaáhugamanneskja, var alveg upprifin yfir stemmingunni og fjörinu, fórum líka daginn eftir leik og skoðuðum völlinn og það var alveg frábært. Við förum örugglega aftur!!!
Sigurður Ásgrímsson
Ferðin heppnaðist vel á allan hátt og réttu úrslitin náðust fyrir þá sem voru Tottenham aðdáendur.
Sigurður Einar Einarsson
Þetta var mjög gaman og ferðinn gekk mjög vel, fínasta hótel þótt að það var dálítið skrítið að hafa gluggan okkar inn í matsalinn en starfsfólkið var mjög gott við okkur.Þetta var snilldar ferð og þökkum við enn og aftur fyrir okkur.
Róbert Jörgensen
Ferðin var virkilega vel lukkuð sem var svo toppuð med mögnuðum tónleikum. Annað eins hefur maður ekki séð :)
Guðlaug Sigríksdóttir
Ferðin gekk mjög vel. Allt stóðst eins og stafur á bók. Við höfum áður farið í nokkrar ferdir á Arsenalvöllinn, þær ferðir hafa gengið upp og ofan varðandi skipulag. Við höfðum því ekki miklar væntingar varðandi þessa ferð en hún stendur uppúr vardandi skipulag. Eina sem við getum kvartað yfir er að leikurinn tapaðist :-)
Óskar Freyr Pétursson
Ferðin var stórkostleg upplifun fyrir okkur feðga og þjónustan var frábær hjá ykkur í alla staði.
Unnar Steinn Bjarndal
Kærar þakkir fyrir okkur. Þetta var allt eins og best verður á kosið :- ) Engar athugasemdir. Jú annars. Geri alvarlegar athugasemdir við það að ég hafi misst röddina. En þú berð varla ábyrgð á því!
Konráð Guðjónsson
Mig langaði bara til að þakka fyrir okkur. Allir voru gríðarlega sáttir með túrinn, leikinn og úrslitin. Það var líka frábært að prófa að fá svona Executive miða og fá aðgang að Club 500. Kærar þakkir.
Heiðar Halldórsson
Ferðin var frábær í alla staði og ekki spilltu úrslitin.
Viðar Freyr Viðarsson
Heyrðu þessi ferð var alveg MILLJÓN !! Það stóðst allt og var alveg frábært!!
Bára Jónsdóttir
Ferðin var algjörlega frábær :-) miðarnir frá þér voru náttla punkturinn yfir i-ið í góðri ferð.
Sólrún Sigvaldadóttir
Við höfum ekki útá neitt að setja, það gekk allt rosa vel og við skemmtum okkur mjög vel. Hótelið var frábært og allt eins og það átti að vera, það var mjög gaman að fara á leik, við vorum mjög nálægt United stuðningsmönnunum og það var gaman að hlusta á þá syngja allan tímann. Svo varð auðvitað rafmagnslaust á leiknum sem var upplifun útaf fyrir sig :)
Pétur Marinó Jónsson
Ferðin var bara mjög góð og stóðst allar mínar væntingar. Hótelið var mjög gott og vorum við sérstaklega ánægðir með staðsetninguna. Við tókum smá rölt á sunnudeginum og áður en við vissum af vorum við komnir á Oxford Street, okkur grunaði ekki að hún væri svona nálægt. Einnig var mjög auðvelt að komast á Wembley. Sætin á UFC voru fín og svo var flugið með WOW mjög skemmtilegt. Þannig að við erum bara mjög sáttir og ánægðir með ferðina
Guðmundur Þórlaugarson
Ferðin var æðisleg, Vorum mjög sáttir með hótelið, leit vel út og góður matur á morgnanna. Sætin á UFC voru frábær, sáum vel inní hringinn. Sætin á Chelsea - Brentford voru ennþá betri aldrei séð svona góð sæti, vorum allveg uppvið vellin og allveg í miðjunni.
Sigurður Traustason
Ferðin gekk virkilega vel fyrir sig í alla staði. Hótelið sem þið eruð með er bara virkilega flott og á flottum stað við völlinn og maður er ekki lengi að labba á bara fína veitingastaði þarna rétt hjá því.
Jóhannes Þór Ævarsson
Það stóðst allt eins og stafur á blaði. Hótelið var mjög fínt og frábær staðsetning, ég gæti vel hugsað mér að nota þetta hótel aftur síðar. Svo á leiknum vorum við óvissir um hvernig sætin mundu verða,,, En maður minn kær við vorum í VIP boxi á frábærum stað á vellinum og fengum magnaða upplifun. Þetta var eðal ferð í alla staði og við komum mjög sáttir heim.
Hilmar Sverrisson
Ég vil þakka fyrir frábæra Wembley-pakkaferð á undanúrslitaleikinn, úrslitin máttu verða öðruvísi en frábær pakki hjá þér, takk fyrir mig.
Kristinn M. Bárðarson
Ferðin var frábær (félagsskapurinn gerði það að verkum), leikurinn stórkostlegur (Gylfi jafnaði fyrir okkur) og hótelið mjög gott.
Einar Guðmundsson
Það stóðst allt sem átti að standa nema úrslitin ;) Þannig við vorum mjög sáttir við ferðina yfir heildina.
Gunnhildur Elíasdóttir:
Held að við séum strax farin að hlakka til næstu ferðar, hvenær sem hún nú verður. Enn og aftur frábær ferð, takk fyrir alla hjálpina.
Krístin Ásgeirsdóttir:
Ferðin til London var frábær í alla staði og allt stóðst 100 prósent, mjög góð staðsetning á hótelinu og flugið var mjög fínt. Tónleikarnir voru meiriháttar, við höfum farið á nokkra og þetta var toppurinn :) Takk kærlega fyrir okkur.
Sindri Ingólfsson:
Ferðin heppnaðist ótrúlega vel, allir sáttir. Ekkert mál að læra á lestarkerfið og flott staðsetning á hótelinu, stutt í tvær neðanjarðarlestarstöðvar. Hótelið var mjög gott, einnig morgunmaturinn. Lítið mál að nálgast miðana og sætin á leiknum góð. Frábær ferð í alla staði.
Elva Sigurðardóttir:
Þessi ferð var í alla staði alveg frábær hjá okkur mæðgum. Það stóðst allt fullkomlega það sem þú hafðir talað um, hótelið var frábærlega staðsett og bara fínasta Holiday Inn hótel, snyrtilegt og starfsfólkið almennilegt og með góða þjónustulund. Tónleikarnir voru náttúrulega bara snilld. Við viljum bara þakka þér fyrir góða þjónustu og frábært að geta lengt dvölina í 3 nætur, mátti ekki vera styttra í okkar tilviki...við þurftum jú að skoða búðirnar svolítið :)
Jón Þorvarðarson:
Ferðin gekk frábærlega vel, gott veður og góð stemming. Leikurinn var hinn ánægjulegasti en ég hefði kosið að vera aðeins ofar í stúkunni (var í 4. röð). Það var mjög gott að hafa þennan Lounge pass og geta farið þaðan beint í stúkuna. Hótelið var hið ágætasta og morgunverðurinn frábær. Ég get vel hugsað mér að endurtaka leikinn á næsta ári.
Addbjörg Grímsdóttir:
Þessi ferð var æðisleg þrátt fyrir engin mörk en það kom ekki að sök því þetta var meiriháttar upplifelsi að vera sko á vellinum ...... vá maður !! Við vorum svo ánægð með ferðina en það eru allir að spyrja okkur með hverjum við fórum og hvar við fengum miðana á leikinn en að fá að fara inn í Lounge-ið á vellinum er sko að vekja athygli ! En við auglýsum ykkur og hrósum í hástert :o)
Vala Hrönn Margeirsdóttir:
Þetta var alveg frábært í alla staði. Gaman að ferðast með WOW air, öðruvísi en þau eru hress og gera þetta skemmtilegt :) Hótelið var snilld, frábær staðsetning góð þjónusta og góður morgunmatur.
Hafþór Ólafsson:
Það er skemmst frá því að segja að ferðin var í alla staði frábær. Flug með WOW AIR fínt, þægilegt sætapláss og afslöppuð en lipur þjónusta flugliða. Sem sagt, allt sem snéri að Gaman Ferðum var til fyrirmyndar. Bestu þakkir fyrir okkur. Langþráður draumur sona okkar var uppfylltur þökk sé hagstæðu verðtilboði Gaman Ferða.
Harri Ormarsson:
Ferðin var í einu orði sagt frábær, hótelið mjög gott og vel staðsett. Allt til fyrirmyndar og ekki spillti veðrið fyrir.
Sigurður Jóhannsson:
Ferðin var frábær í alla staði fyrir utan markaleysi og ég á örugglega eftir að panta í gegnum gaman.is aftur einnig kom flugfélagið mér á óvart góð þjónusta og léttúðleikinn uppmálaður.
Jói og Krístin:
Frábær þjónusta bæði hjá ykkur og WOW air. Mundum ekki hika við að nýta okkur þjónustu ykkar í framtíðinni.
Hafdís Ingvarsdóttir:
Ferðin var frábær í alla staði.Ferðin út með WOW air var stórkostlega skemmtileg. Tónleikarnir æðislegir og gyðjan stóðst væntingar og rúmlega það. Kærar þakkir fyrir okkur.
Við eigum 10 ára starfsafmæli
17.4.2013 | 10:34
Það er geggjað að geta hneggjað...í Madrid
17.4.2013 | 10:33
Nokkrir viðskiptavinir Gaman Ferða voru á Real Madrid - Barcelona í byrjun mars. Hér er ein mynd þar sem stuðningsmenn Real Madrid fagna í leikslok góðum 2-1 sigri. Þetta er einstök upplifun. Auðvitað geta Gaman Ferðir útvegað pakka á nánast alla leiki á Spáni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flott ferð til London
17.4.2013 | 10:32
Sólrún og Rúnólfur skelltu sér á Fulham - Man Utd í byrjun febrúar. Sólrún sendi okkur þessar línur eftir ferðina: Það gekk allt rosa vel og við skemmtum okkur mjög vel. Hótelið var frábært og allt eins og það átti að vera, það var mjög gaman að fara á leik, við vorum mjög nálægt United stuðningsmönnunum og það var gaman að hlusta á þá syngja allan tímann. Svo varð auðvitað rafmagnslaust á leiknum sem var upplifun útaf fyrir sig :)
Þessi elskar Manchester United
17.4.2013 | 10:31
Fyrsta ferðin á Old Trafford
10.12.2012 | 10:23
Boltaferðir til Englands
10.12.2012 | 10:21
Það er einstök tilfinning að skella sér á leik með sínu liði í enska boltanum. Ef þú hefur áhuga á því að skoppa til Englands og sjá þitt lið þá er um að gera að setja sig í samband við Gaman Ferðir. Við erum með ferðir á alla helstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Skoðaðu úrvalið á www.gaman.is.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona er á Loftus Road
9.12.2012 | 19:46
Í síðasta mánuði fóru nokkrir harðir QPR-menn á sinn fyrsta leik á Loftus Road. Auðvitað með Gaman Ferðum. Leiknum gegn Reading lauk með 1-1 jafntefli. Við getum útbúið ferð fyrir þig og þína. Sendu okkur póst á thor@gaman.is og við reddum þessu í hvelli.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er í lagi - 9 mörk!
9.12.2012 | 19:44