Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Hvað gerir Alex Ferguson?

Já, Wayne Rooney byrjar ekki tímabilið vel fyrir Manchester United. Fyrsta æfingin hans var í gær og hann var víst ansi slappur enda nýkominn af djamminu. Ég held nú samt að Alex Ferguson refsi Rooney ekki, að minnsta kosti ekki opinberlega.

Hér má sjá þessar myndir af Rooney á djamminu.
mbl.is Rooney búinn að koma sér í vandræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Diarra málið?

Já, það kemur ekki á óvart að Alex Ferguson sé að skoða þennan öfluga miðjumann. Lassana Diarra fær líklega lítið að spila með Real Madrid á komandi tímabili og það gæti freistað hans að fara til Manchester United. Plúsinn fyrir Manchester United er auðvitað sá að Diarra þekkir ensku deildina en hann spilaði með Portsmouth áður en hann fór til Real Madrid.

Það er spurning hvort Ferguson sé tilbúinn að borga 20 miljónir punda fyrir hann. Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Real Madrid, gæti nú gefið Ferguson afslátt þar sem þeir eru svo "miklir" vinir.
mbl.is United með Diarra í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottar fótboltaferðir

Fáðu boltann beint í æð og skelltu þér á völlinn hjá bestu liðum Evrópu. Travel2Football er opinber samstarfsaðili allra stærstu liðanna í Evrópu.
 
Bókaðu ferðina á netinu og borgaðu með kreditkorti. Á innan við 5 mínútum færðu öll ferðagögn send til þín í tölvupósti og sömuleiðis upplýsingar um hótelið og miðana og allt er klárt fyrir ferðina.

Sala á ferðum á enska boltann tímabilið 2010/2011 er hafin. Sömuleiðis verður hægt að kaupa hótel og miða á leiki á Spáni, Ítalíu, Skotlandi og Þýskalandi í ágúst.
 
Hafðu þetta einfalt
Bókaðu þitt eigið flug en keyptu hótel og miða hjá okkur hér á Travel2Football.is.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er bara að senda okkur póst á info@travel2football.is.

Umboðsmenn Travel2Football á Íslandi eru þeir Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon.


Hvað gerir Cesc Fabregas?

Já, Arsenal sigraði á Emirates-mótinu sem kláraðist í dag. Í dag lék Arsenal við Celtic og hafði betur, 3-2. Enginn Cesc Fabregas var í liði Arsenal en hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu enda fór hann alla leið með Spánverjum á HM og fékk því lengra sumarfrí. En hvað gerir Fabregas þegar hann mætir á fyrstu æfinguna sína? Mun Fabregas staðfesta það að hann vilji fara frá félaginu eða mun hann segja að hann sé sáttur hjá Arsenal og sé ekki á leiðinni til Barcelona.

Arsene Wenger sagði í viðtali í gær að nú væri komið að Fabregas að ákveða sig. Nú er bara spurning hvað Fabregas gerir. Það kemur sem sagt í ljós á næstu dögum hvernig þessi framhaldssaga fer.
mbl.is Arsenal lagði Celtic og vann Emirates mótið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband