Ferguson vs. Wenger
28.8.2010 | 09:10
Já, enski boltinn er svo sannarlega byrjaður að rúlla. Eitt af því sem má segja að sé fastur liður eins og venjulega í upphafi tímabilsins er það að Alex Ferguson og Arsene Wenger skiptast á orðum. Að þessu sinni byrjaði þetta með því að Wenger var að tjá sig um Paul Scholes en hann sagði meðal annars að þessi leikmaður ætti sínar dökku hliðar á vellinum. Auðvitað svaraði Alex Ferguson honum Wenger strax enda þekktur fyrir það að verja sína menn í fjölmiðlum.
Þetta er bara gaman, að fá smá læti milli stjóra. Maður bara saknar þess tíma þegar Jose Mourinho var í deildinni, þá voru alvöru læti milli stjóranna :)
Þetta er bara gaman, að fá smá læti milli stjóra. Maður bara saknar þess tíma þegar Jose Mourinho var í deildinni, þá voru alvöru læti milli stjóranna :)
Ferguson óánægður með Wenger | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins er hann farinn
27.8.2010 | 10:01
Þetta segja flestir stuðningsmenn Liverpool í dag, loksins er hann farinn. Það var greinilegt að hausinn var ekki alveg í lagi hjá þessum annars ljómandi góða knattspyrnumanni. Ekki er ljóst hvað Liverpool fær fyrir Mascherano en talið er líklegt að Barcelona borgi Liverpool 16 miljónir punda út og svo fái þeir allt 6 miljónir punda til viðbótar sem miðast við leiki spilaða hjá Mascherano og árangur Barcelona á komandi tímabili.
Liverpool og Barcelona semja um Mascherano | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki alveg Meistaradeild Evrópu
27.8.2010 | 09:49
Já, þá er það ljóst að Liverpool spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Þetta er ekki alveg Meistaradeildin en samt eitthvað. Það er samt greinilegt að Roy Hodgson ætlar að ekki að leggja mikla áherslu á þessa keppni. Deildin verður algjört aðalatriði en það að ná fjórða sætinu og sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili skiptir öllu máli fyrir Liverpool.
Liverpool í fyrsta og City í öðrum styrkleikaflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er naumast
26.8.2010 | 12:07
Það er ótrulega mikið að gerast hjá Liverpool um þessar mundir. Bæði Kuyt og Mascherano hafa verið orðaðir við önnur félög á síðustu vikum og nú virðist Inter Milan vera að reyna að kaupa þá báða þrátt fyrir samkomulag Rafa Benitez við Liverpool um að hann myndi ekki reyna að lokka leikmenn frá Liverpool. Einnig er Barcelona víst á eftir Mascherano en hvort liðið virðist vilja borga uppsett verð. Það er spurning hvort liðin fari í verðstríð og Liverpool nái að selja þennan óvinsæla leikmann Liverpool.
Inter staðfestir tilboð í Mascherano | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Algjör álfur
25.8.2010 | 14:18
Það er alveg ótrulegt hvað peningar geta eyðilagt fótboltamenn. Robinho er dæmi um slíkan leikmann. Það var auðvitað alveg magnað að þegar Manchester City keypti hann hélt Robinho að það hefði verið Chelsea sem keypti sig, að minnsta kosti sagði hann stuttu eftir þessi óvæntu kaup að hann væri mjög sáttur að vera kominn til Chelsea!
Robinho hafnar boði Fenerbache | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alveg rólegir
25.8.2010 | 14:15
Eigum við ekki að leyfa stráknum að koma sér fyrir og gefa honum nokkra daga til að sanna sig á vellinum. Reyndar verður að viðurkennast að þetta er ólíkt Alex Ferguson, að kaupa leikmann án þess að hafa séð hann spila og það fyrir 7 miljónir punda. Það er nánast jafn mikið og Liverpool eyddi samtals í sumar í leikmenn. En er ekki spurning að dæma hann kannski eftir nokkrar vikur?
Bebé kemst ekki í varalið Man.Utd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki góð kaup
25.8.2010 | 13:51
Ég held að flestir séu sammála því að þetta séu ein verstu kaup Rafa Benitez hjá Liverpool. Að borga tæplega 20 miljónir punda fyrir meiddan miðjumann frá Ítalíu? Það er algjör geðveiki. Margir segja reyndar að hann hafi ekki fengið tækifæri en ég er á því að þessi leikmaður séu einfaldlega ekki nógu öflugur fyrir ensku úrvalsdeildina.
Aquilani kominn til Juventus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er þetta gott eða slæmt fyrir Liverpool?
25.8.2010 | 13:49
Er þetta gott eða slæmt fyrir Liverpool? Ég held að stuðningsmenn Liverpool vilji alls ekki fá Jose Mourinho til félagsins þannig að það er spurning hvort að þetta sé ekki gagnkvæmt? En ég held nú samt að ef einhver ríkur kappi kaupir Liverpool og vill fá Mourinho til að stýra liðinu myndi hann vera klár í slaginn. Finnst hann vera svona "til í allt fyrir peninga" stjóri.
Mourinho útilokar Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það koma nokkur mörk í leiknum
23.8.2010 | 14:39
Ég er alveg viss um það að þetta verði skemmtilegur leikur í kvöld. Þessi lið eru bæði með mjög skemmtilega leikmenn sem geta gert algjört kraftaverk þegar þeir eru í stuði. Menn eins og Torres, Gerrard, Tevez og Silva geta svo sannarlega glatt alla knattspyrnuáhugamenn með töktum sínum. Ég held reyndar að jafntefli verði niðurstaðan en ætla að spá 3-3. Held meira að segja að Manchester City komist í 2-0 og 3-1 en Gerrard skori jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins.
Enn eitt jafntefli City og Liverpool? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Liverpool þarf framherja
23.8.2010 | 14:35
Það er alveg á hreinu að Liverpool verður að fá sér nýjan framherja til að vera Fernando Torres til halds og trausts í vetur ef Liverpool ætlar að keppa um fjórða sætið. David N'gog hefur staðið sig ágætlega í upphafi þessa tímabils en hann er ekki alveg nógu öflugur til að hjálpa Liverpool í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili ef Torres meiðist. Liverpool þarf mann eins og Trezeguet til að þétta hópinn.
Trezeguet á leið til Liverpool? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |