Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Við eigum 10 ára starfsafmæli

midi
Í síðasta mánuði áttum við strákarnir hér hjá Gaman Ferðum 10 ára starfsafmæli í bransanum. Þetta byrjaði allt í mars 2003 með ferð á Arsenal - Chelsea í bikarnum á gamla Highbury og núna 10 árum síðar...erum við enn að...og rétt að byrja!

Það er geggjað að geta hneggjað...í Madrid

real
Nokkrir viðskiptavinir Gaman Ferða voru á Real Madrid - Barcelona í byrjun mars. Hér er ein mynd þar sem stuðningsmenn Real Madrid fagna í leikslok góðum 2-1 sigri. Þetta er einstök upplifun. Auðvitað geta Gaman Ferðir útvegað pakka á nánast alla leiki á Spáni.

Flott ferð til London

fulham
Sólrún og Rúnólfur skelltu sér á Fulham - Man Utd í byrjun febrúar. Sólrún sendi okkur þessar línur eftir ferðina: Það gekk allt rosa vel og við skemmtum okkur mjög vel. Hótelið var frábært og allt eins og það átti að vera, það var mjög gaman að fara á leik, við vorum mjög nálægt United stuðningsmönnunum og það var gaman að hlusta á þá syngja allan tímann. Svo varð auðvitað rafmagnslaust á leiknum sem var upplifun útaf fyrir sig :)

Þessi elskar Manchester United

Kristmundur
Fyrstu ferðalangar ársins 2013 hjá Gaman Ferðum fóru á Manchester United - Liverpool á Old Trafford í byrjun ársins. Kristmundur og félagar voru virkilega sáttir með ferðina. Þetta er bara svo gaman...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband