Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Deschamps vs Hodgson

Ég er á því að Liverpool væri á öðrum stað í deildinni og jafnvel með í deildarbiklarnum ef þessi ágæti Frakki hefði verið ráðinn til liðsins. Roy Hodgson er fínn kall, byrjaði reyndar með stæl með því að fá Gerrard og Torres til að vera áfram og fá Joe Cole til liðsins. Síðan þá hefur leiðin legið hratt niður á við. Óskiljanleg leikmannakaup eins og kaupin á Poulsen og Konchesky hafa komið í bakið á Hodgson og leikaðferð liðsins oft á tíðum einkennileg.

En þetta er auðvitað bara mitt mat. Hvað finnst þér? Er Roy Hodgson rétti maðurinn fyrir Liverpool?


mbl.is Deschamps ræddi við Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem þýðir...

Þýðir þetta ekki að Cesc Fabregas verði með? Það virðist vera ansi oft þannig að þegar þessir framkvæmdastjórar segja í viðtölum nokkrum dögum fyrir leik að menn séu ekki klárir í slaginn þýði það að þeir verði líklega með. Þessi sálfræði alveg að drepa menn :)

Allavega er Alex Ferguson duglegur í þessu. Ég ætla að veðja á það að Fabregas verði á bekknum í leiknum. Hvað heldur þú?
mbl.is Hæpið að Fabregas verði með gegn Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg furðulegt!

Andy Wilkinson er ekki vinsæll maður hjá stuðningsmönnum Fulham um þessar mundir. Samkvæmt fréttum var þetta alveg furðuleg tækling og alveg óþörf. Ég væri alveg til í það að sjá þetta. Er einhver með link á þetta?


mbl.is Hughes: Siðlaust og fáránlegt brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú getur hætt við!

Þetta eru skilaboð til eiganda Aston Villa: Þú getur ennþá hætt við að ráða Gerard Houllier.

Ég held að þetta séu mistök að ráða Houllier til liðsins en ég vona svo sannarlega að hann standi sig og ég þurfi að taka þetta allt tilbaka og biðja hann persónulega afsökunar á því að hafa ekki trú á honum...
mbl.is Houllier enn samningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður gaman sjá hann

Já, það verður gaman að sjá hann Bebé í kvöld þegar Manchester United mætir stórliði Scunthorpe í enska deildarbikarnum. Þessi kaup Manchester United komu verulega á óvart í sumar og fyrstu fréttir frá Manchester voru ekki gæfulegar af þessum kappa. Aftur á móti hefur heyrst að hann sé búinn að standa sig vel á æfingum síðustu vikur þannig að hann virðist vera klár í slaginn. Allavega ætlar Alex Ferguson að nota hann í kvöld.

Þessi drengur sló í gegn á sínum tíma á HM heimilislausra í knattspyrnu en þess má geta að næsta HM mót heimilislausra fer fram í Rio í Brasilíu í næsta mánuði.
mbl.is Bebé fær tækifæri með Man.Utd í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er naumast

Jæja, þá er stuðið byrjað. Allavega þessir föstu liðir eins og venjulega. Sam Allardyce er nú ekki mikill vinur Arsene Wenger og honum leiðist ekki að tala um það hvernig Wenger hafi alla blaðamenn á sínu bandi. Í fyrramálið mun Wenger pottþétt svara fyrir sig og segja að öll lið Allardyce hafi spilað leiðinlegan fótbolta og séu alltof grófir. Eða kemur eitthvað nýtt í þessari endalausu deilu þeirra?
mbl.is Allardyce: Wenger með flesta fjölmiðla í vasanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaus veisla?

Það verður líklega bara endalaus veisla hjá leikmönnum Reading á þessu tímabili. Það var greinilega MJÖG fjárhagslega gott fyrir félagið að selja Gylfa þrátt fyrir það að stuðningsmenn Reading séu ekkert alltof glaðir með þetta. Leikmenn Reading eru allavega ánægðir með Gylfa núna.
mbl.is Reading þakkar Gylfa flugferð til Middlesbrough
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að heyra

Vonandi nær hann sér fljótt. Það var svakalegt að sjá þetta. Valencia var klárlega búinn að vera besti maður Manchester United í leiknum áður en hann meiddist. Vonandi verður hann klár í upphafi næsta tímabils.
mbl.is Aðgerðin á Valencia heppnaðist vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, takk!

Já, ég vil fá Jose Mourinho til landsins.  Kom hann ekki hingað stuttu eftir að hann tók við liði Chelsea til að horfa á Eið Smára spila landsleik?

Það er bara eitthvað svo skemmtilegt við þennan magnaða knattspyrnustjóra. Það myndi bara gefa lífinu lit að fá Mourinho á Laugardalsvöllinn.
mbl.is Stýrir Mourinho Portúgölum gegn Íslendingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torres ennþá í Suður-Afríku

Þetta er alveg rétt hjá Jamie Redknapp, Torres hefur verið ansi slakur með Liverpool síðan að hann mætti til leiks eftir sumarfrí. Hann virðist bara vera ennþá í Suður Afríku að fagna heimsmeistaratitlinum. Þetta hefur kannski líka eitthvað að gera með félagið þar sem lítið hefur gerst í eigandamálum félagsins sem þýðir að liðið á litla möguleika á því að keppa við Arsenal, Chelsea, Manchester City og Manchester United um titilinn.


mbl.is Fyrrum leikmaður Liverpool lætur Torres fá það óþvegið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband