Það er naumast
12.8.2010 | 10:19
Það kemur nú ekki á óvart að Roy Hodgson hafi náð sér í Norðurlandabúa enda hefur hann mikið dálæti á þeim. Það er alveg ljóst að Christian Poulsen er góður leikmaður og mun nýtast Liverpool vel. Ég er samt á því að Liverpool þurfi meira á vinstri bakverði og framherja á að halda en varnarsinnuðum miðjumanni. Það er því greinilegt að Javier Mascerano er á leiðinni frá félaginu en eins og staðan er í dag virðist ekkert lið vera tilbúið að borga uppsett verð.
Poulsen genginn í raðir Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Ég skal kaupa hann.
Jón Násker (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 11:35
Ég sem Liverpool maður er samt mjög sáttur við að fá Poulsen. Ég yrði himinlifandi að losna við Masch enda hefur hann sjálfur sagt það og það síðast eftir landsleik Argentínu(æfingarleikinn) að hann vilji fara suður á bóginn.
Það er endalaust eitthvað vesen í kringum Mashc og ég er hræddur við að hann verði svona eins og skemmt epli í tunnu og það er eitthvað sem fólk vill ekki hafa.
En já það má alveg kaupa vinstri bakvörð og ég vona að það verði gert með eitthvað af peningunum sem koma inn fyrir Masch.
Hins vegar verð ég að segja eins og er að það eru ekki margir vinstri bakverðir sem heilla og er líklegast að Hodgson fari á eftir Figueroa sem getur spilað þar.
Ég væri til í Lahm en ég sé það ekki gerast.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 12.8.2010 kl. 19:22
Ég sem Liverpool maður er virkilega ánægður með þessi kaup. Og ég er ósammála þér með vinstri bakvörðinn að okkur vantaði meira í þá stöðu. Ef Mascherano fer þá höfum við góðan miðjumann í staðinn. Reyndar vona ég að halda Mascherano og henda Lucas burt.
Við erum með Aurelio og Insúa sem mér finnst báðir hafa sína eiginleika.
Aurelio frábær spyrnumaður og bara flottur bakvörður og Insúa fer alltaf vaxandi og mér finnst hann alltaf skila okkur flottu starfi.
Ég vona bara að Huang kaupi þetta bráðlega og við gætum þá keypt leikmann á sama kalíbera og Torres og Gerrard.
Gunnar Karlsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 19:32
Þú veist það Gunnar að Masch vill fara þannig að það yrði í raun hálf kjánalegt að halda honum. Hann mun ekki skrifa undir nýjan samning þannig að við komum til með að missa hann á miklu minna verði síðar eða hreinlega 0k og er það virkilegar lélegur buisness.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 12.8.2010 kl. 19:43
Eins og glöggir lesendur tóku eftir þá sagði ég
"Reyndar vona ég að halda Mascherano"
Þá meinti ég líka að hann væri ánægður.
Reyndar er komin ný frétt og ég er ekki alveg nógu hress með það að þeir ætla að selja Mascherano á 12 milljónir+Hleb. Fínt að fá Hleb en þá þarf þetta að vera minnsta kosti 15 milljónir með.
Gunnar Karlsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.