Greinilega mjög ósáttur

Þetta eru svakalegar fréttir. Martin O'Neill er búinn að gera frábæra hluti með Aston Villa og því kemur þetta á óvart, en samt ekki. Það er vitað að O'Neill er mjög ósáttur með það að félagið selji alla sína bestu leikmenn. Hann sagði í viðtali um helgina að það væru miklar líkur á því að James Milner myndi yfirgefa félagið á næstu dögum þannig að hann vissi að það væri að gerast en það er spurning hvort fleiri leikmenn séu á leiðinni frá félaginu? Er til dæmis Young sömuleiðis á leiðinni frá Aston Villa? Er það ástæðan fyrir því að Martin O'Neill hefur ákveðið að segja bless á þessum tímapunkti?
mbl.is O'Neill hættur með Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Skil þessa ákvörðun O´Neill mjög vel. O´Neill hefur alltaf verið hátt skrifaður hjá mér og ætli lið sér að ná árangri þá gengur ekki að selja bestu leikmennina.

 O´Neill er búinn að sinna virkilega góðu starfi hjá Villa og þetta verður til þess að Aston Villa munu hrynja. 

Selji þeir Young og Millner ásamt því að missa stórkostlegan stjóra þá eru þeir í djúpum sk** ef svo má að orði komast. 

Aston Villa mun klárlega ekki enda í topp 10 að mínu mati. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 9.8.2010 kl. 16:12

2 Smámynd: Gaman Ferðir

Já, þetta er mjög einkennilegt allt saman. Svo átti hann víst ekki að fá peninga til að kaupa nýja leikmenn. Já, þeir verða varla í topp 10 eftir þetta rugl...

Gaman Ferðir, 9.8.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Nú er það svo það nýjasta að Lerner ætli sér að ná í Bob Bradley sem eftirmann O´Neill sem og að Young og Millner fari.

Jahérna hér, lofar ekki góðu hjá Villa fólki núna eins og framtíðin var björt undir stjórn O´Neill. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 10.8.2010 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband