Er Diarra málið?

Já, það kemur ekki á óvart að Alex Ferguson sé að skoða þennan öfluga miðjumann. Lassana Diarra fær líklega lítið að spila með Real Madrid á komandi tímabili og það gæti freistað hans að fara til Manchester United. Plúsinn fyrir Manchester United er auðvitað sá að Diarra þekkir ensku deildina en hann spilaði með Portsmouth áður en hann fór til Real Madrid.

Það er spurning hvort Ferguson sé tilbúinn að borga 20 miljónir punda fyrir hann. Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Real Madrid, gæti nú gefið Ferguson afslátt þar sem þeir eru svo "miklir" vinir.
mbl.is United með Diarra í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei takk höfum nóg af varnarsinnuðumiðjumönnum vantar sóknarmiðjumann.

Arnar (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:38

2 Smámynd: Dagur Björnsson

Ötzil er klárlega málið .. ég vil ekki sjá þennan!

Dagur Björnsson, 3.8.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Gaman Ferðir

Sammála með Ötzil, hann yrði pottþétt "hit" á Old Trafford...

Gaman Ferðir, 4.8.2010 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband