Svona er á Loftus Road

Gaman á Loftus Road
Í síðasta mánuði fóru nokkrir harðir QPR-menn á sinn fyrsta leik á Loftus Road. Auðvitað með Gaman Ferðum. Leiknum gegn Reading lauk með 1-1 jafntefli. Við getum útbúið ferð fyrir þig og þína. Sendu okkur póst á thor@gaman.is og við reddum þessu í hvelli.

Þetta er í lagi - 9 mörk!


Heiðar Helguson og Aron Einar
Við mælum með leikjum í ensku The Championship-deildinni. Til dæmis voru starfsmenn Gaman Ferða á Charlton - Cardiff í nóvember. Frábær stemning og níu mörk, þar af tvö íslensk. Við getum útvegað miða á flesta leiki í neðri deildunum...


Flott ferð á White Hart Lane

Feðgar á White Hart Lane
Kristinn og synir hans, Andri og Gissur, skelltu sér á Tottenham - West Ham á dögunum með Gaman Ferðum. Við fengum þennan póst frá þeim: Þetta var alveg frábær ferð í alla staði. Flott hótel, flottir miðar, góð úrslit með sonunum tveimur. Getur maður beðið um meira? Takk fyrir okkur.
-Það er svo gaman að fá svona pósta.

Afskaplega ánægðir á Anfield

Strákarnir á Anfield
Arnar og Kristinn voru hressir á Liverpool - Wigan á dögunum! Skoðaðu úrvalið hjá okkur á www.gaman.is. Ótrulega margir leikir í boði.

Gaman Ferðir og Chelsea klúbburinn í samstarf

Chelsea klúbburinn á Íslandi
Á dögunum skrifuðu Þór Bæring Ólafsson, yfirstrumpur hjá Gaman Ferðum, og Karl H. Hillers, formaður Chelsea klúbbsins á Íslandi, undir samstarfssamning. Nánari upplýsingar um samstarf Gaman Ferða og Chelsea klúbbsins er að finna á www.chelsea.is.

Bloggfærslur 9. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband