Deschamps vs Hodgson

Ég er á því að Liverpool væri á öðrum stað í deildinni og jafnvel með í deildarbiklarnum ef þessi ágæti Frakki hefði verið ráðinn til liðsins. Roy Hodgson er fínn kall, byrjaði reyndar með stæl með því að fá Gerrard og Torres til að vera áfram og fá Joe Cole til liðsins. Síðan þá hefur leiðin legið hratt niður á við. Óskiljanleg leikmannakaup eins og kaupin á Poulsen og Konchesky hafa komið í bakið á Hodgson og leikaðferð liðsins oft á tíðum einkennileg.

En þetta er auðvitað bara mitt mat. Hvað finnst þér? Er Roy Hodgson rétti maðurinn fyrir Liverpool?


mbl.is Deschamps ræddi við Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem þýðir...

Þýðir þetta ekki að Cesc Fabregas verði með? Það virðist vera ansi oft þannig að þegar þessir framkvæmdastjórar segja í viðtölum nokkrum dögum fyrir leik að menn séu ekki klárir í slaginn þýði það að þeir verði líklega með. Þessi sálfræði alveg að drepa menn :)

Allavega er Alex Ferguson duglegur í þessu. Ég ætla að veðja á það að Fabregas verði á bekknum í leiknum. Hvað heldur þú?
mbl.is Hæpið að Fabregas verði með gegn Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband