Alveg furðulegt!
22.9.2010 | 11:07
Andy Wilkinson er ekki vinsæll maður hjá stuðningsmönnum Fulham um þessar mundir. Samkvæmt fréttum var þetta alveg furðuleg tækling og alveg óþörf. Ég væri alveg til í það að sjá þetta. Er einhver með link á þetta?
![]() |
Hughes: Siðlaust og fáránlegt brot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þú getur hætt við!
22.9.2010 | 11:04
Þetta eru skilaboð til eiganda Aston Villa: Þú getur ennþá hætt við að ráða Gerard Houllier.
Ég held að þetta séu mistök að ráða Houllier til liðsins en ég vona svo sannarlega að hann standi sig og ég þurfi að taka þetta allt tilbaka og biðja hann persónulega afsökunar á því að hafa ekki trú á honum...
Ég held að þetta séu mistök að ráða Houllier til liðsins en ég vona svo sannarlega að hann standi sig og ég þurfi að taka þetta allt tilbaka og biðja hann persónulega afsökunar á því að hafa ekki trú á honum...
![]() |
Houllier enn samningslaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það verður gaman sjá hann
22.9.2010 | 11:02
Já, það verður gaman að sjá hann Bebé í kvöld þegar Manchester United mætir stórliði Scunthorpe í enska deildarbikarnum. Þessi kaup Manchester United komu verulega á óvart í sumar og fyrstu fréttir frá Manchester voru ekki gæfulegar af þessum kappa. Aftur á móti hefur heyrst að hann sé búinn að standa sig vel á æfingum síðustu vikur þannig að hann virðist vera klár í slaginn. Allavega ætlar Alex Ferguson að nota hann í kvöld.
Þessi drengur sló í gegn á sínum tíma á HM heimilislausra í knattspyrnu en þess má geta að næsta HM mót heimilislausra fer fram í Rio í Brasilíu í næsta mánuði.
Þessi drengur sló í gegn á sínum tíma á HM heimilislausra í knattspyrnu en þess má geta að næsta HM mót heimilislausra fer fram í Rio í Brasilíu í næsta mánuði.
![]() |
Bebé fær tækifæri með Man.Utd í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |