Þetta er málið
5.8.2010 | 11:54
Þetta er alveg málið fyrir Manchester United. Werder Bremen hljóta að vilja selja hann núna í staðinn fyrir það að hann fari frítt frá félaginu næsta sumar. Ég held að flestir stuðningsmenn Manchester United séu sammála mér að þessi Þjóðverji er einmitt það sem þeim vantar, svona skapandi miðjumann.
En hvað er Alex Ferguson tilbúinn að borga fyrir þennan pilt, eigum við að segja 15 miljónir punda og málið er dautt? Ég ætla allavega að leggja nokkrar krónur undir hjá einhverjum veðbanka í Bretlandi um það að Özil verði orðinn leikmaður Manchester United fyrir 1. september.
En hvað er Alex Ferguson tilbúinn að borga fyrir þennan pilt, eigum við að segja 15 miljónir punda og málið er dautt? Ég ætla allavega að leggja nokkrar krónur undir hjá einhverjum veðbanka í Bretlandi um það að Özil verði orðinn leikmaður Manchester United fyrir 1. september.
![]() |
United á enn möguleika á að fá Özil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flott að fá Ramires í enska boltann
5.8.2010 | 09:30
Þá er það ljóst að Ramires er á leiðinni til Chelsea. Eftir aðeins eitt tímabil hjá Benfica hefur hann verið keyptur til Chelsea fyrir 18 miljónir punda. Strákurinn spilaði mjög vel með Benfica á síðasta tímabili en í þeim 26 leikjum sem hann spilaði fyrir félagið skoraði hann 4 mörk og lagði upp heilan helling.
Velkominn í ensku úrvalsdeildina!
Velkominn í ensku úrvalsdeildina!
![]() |
Benfica samþykkti tilboð Chelsea í Ramires |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |