Hvað gerir Manchester City á komandi tímabili?
4.8.2010 | 09:43
Það er alveg á hreinu að stóra spurning komandi tímabils er hvernig Manchester City mun standa sig. Eftir að hafa keypt Jerome Boateng, Aleksandar Kolarov, Yaya Toure og David Silva til liðsins í sumar ætti liðið klárlega að geta keppt um titilinn. En nær Roberto Mancini að búa til liðsheild? Er það ekki það sem þarf? Þetta fyrirkomulag ekki gefist vel hjá Real Madríd, það er að segja að reyna kaupa titilinn. Það er ljóst að hópurinn hjá Manchester City er hrikalega sterkur en að mínu mati er það bara ekki nóg. Ég er á því að Mancini sé ekki nægilega góður stjóri til að búa til góða liðsheild úr þessu stjörnuliði. Ég er ekki viss um það hvort Mark Hughes sé heldur maðurinn til þess. Eða hvað? Verður Manchester City enskur meistari næsta vor í fyrsta sinn síðan 1968? Ég veit það ekki, líklega ekki...
![]() |
Ancelotti: City tilbúið í titilbaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |