Ja, bitte!
30.8.2010 | 10:37
Já, þetta eru heldur betur tíðindi. Gylfi Þór virðist vera á leiðinni til Hoffenheim í Þýskalandi. Vonandi verður hann fljótur að aðlagast boltanum í Þýskalandi og kominn í byrjunarlið Hoffenheim sem allra fyrst.
Skál fyrir Gylfa!
![]() |
Gylfi hefur náð samkomulagi við Hoffenheim - Er á leið í læknisskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki fara til Þýskalands
30.8.2010 | 10:05
Ég verð að taka undir það sem strákarnir í Sunnudagsmessunni sögðu í gær: Gylfi, ekki fara til Þýskaland. Við viljum fá þig í ensku úrvalsdeildina.
Vonandi rífur eitthvað enskt úrvalsdeildarlið upp heftið og kaupir strákinn í dag. Samt er Hoffenheim fínt lið og allt það sko...
Vonandi rífur eitthvað enskt úrvalsdeildarlið upp heftið og kaupir strákinn í dag. Samt er Hoffenheim fínt lið og allt það sko...
![]() |
Gylfi fundar með Hoffenheim í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er naumast
30.8.2010 | 09:55
Jáhá, Eiður Smári til Stoke? Þetta eru ótruleg tíðindi. Það er spurning hvernig stuðningsmenn Stoke myndu taka honum enda hefur maður heyrt að Íslendingar séu ekki alltof vinsælir á svæðinu eftir Íslendingaævintýrið ógurlega hjá Stoke. Það er líka aðeins annað að búa í Monakó og Stoke on-Trent. En ég vona bara að Eiður Smári fari til liðs þar sem hann fær að spila, hann er þannig leikmaður sem þarf að spila í hverri viku þannig að hann njóti sín til fulls.
![]() |
Stoke staðfestir að eiga í viðræðum við Eið Smára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |