Ja, bitte!

Já, þetta eru heldur betur tíðindi. Gylfi Þór virðist vera á leiðinni til Hoffenheim í Þýskalandi. Vonandi verður hann fljótur að aðlagast boltanum í Þýskalandi og kominn í byrjunarlið Hoffenheim sem allra fyrst.

Skál fyrir Gylfa!


mbl.is Gylfi hefur náð samkomulagi við Hoffenheim - Er á leið í læknisskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fara til Þýskalands

Ég verð að taka undir það sem strákarnir í Sunnudagsmessunni sögðu í gær: Gylfi, ekki fara til Þýskaland. Við viljum fá þig í ensku úrvalsdeildina. 

Vonandi rífur eitthvað enskt úrvalsdeildarlið upp heftið og kaupir strákinn í dag. Samt er Hoffenheim fínt lið og allt það sko...
mbl.is Gylfi fundar með Hoffenheim í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er naumast

Jáhá, Eiður Smári til Stoke? Þetta eru ótruleg tíðindi. Það er spurning hvernig stuðningsmenn Stoke myndu taka honum enda hefur maður heyrt að Íslendingar séu ekki alltof vinsælir á svæðinu eftir Íslendingaævintýrið ógurlega hjá Stoke. Það er líka aðeins annað að búa í Monakó og Stoke on-Trent. En ég vona bara að Eiður Smári fari til liðs þar sem hann fær að spila, hann er þannig leikmaður sem þarf að spila í hverri viku þannig að hann njóti sín til fulls.
mbl.is Stoke staðfestir að eiga í viðræðum við Eið Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband