Loksins er hann farinn
27.8.2010 | 10:01
Þetta segja flestir stuðningsmenn Liverpool í dag, loksins er hann farinn. Það var greinilegt að hausinn var ekki alveg í lagi hjá þessum annars ljómandi góða knattspyrnumanni. Ekki er ljóst hvað Liverpool fær fyrir Mascherano en talið er líklegt að Barcelona borgi Liverpool 16 miljónir punda út og svo fái þeir allt 6 miljónir punda til viðbótar sem miðast við leiki spilaða hjá Mascherano og árangur Barcelona á komandi tímabili.
![]() |
Liverpool og Barcelona semja um Mascherano |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki alveg Meistaradeild Evrópu
27.8.2010 | 09:49
Já, þá er það ljóst að Liverpool spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Þetta er ekki alveg Meistaradeildin en samt eitthvað. Það er samt greinilegt að Roy Hodgson ætlar að ekki að leggja mikla áherslu á þessa keppni. Deildin verður algjört aðalatriði en það að ná fjórða sætinu og sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili skiptir öllu máli fyrir Liverpool.
![]() |
Liverpool í fyrsta og City í öðrum styrkleikaflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |