Það koma nokkur mörk í leiknum
23.8.2010 | 14:39
Ég er alveg viss um það að þetta verði skemmtilegur leikur í kvöld. Þessi lið eru bæði með mjög skemmtilega leikmenn sem geta gert algjört kraftaverk þegar þeir eru í stuði. Menn eins og Torres, Gerrard, Tevez og Silva geta svo sannarlega glatt alla knattspyrnuáhugamenn með töktum sínum. Ég held reyndar að jafntefli verði niðurstaðan en ætla að spá 3-3. Held meira að segja að Manchester City komist í 2-0 og 3-1 en Gerrard skori jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins.
![]() |
Enn eitt jafntefli City og Liverpool? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Liverpool þarf framherja
23.8.2010 | 14:35
Það er alveg á hreinu að Liverpool verður að fá sér nýjan framherja til að vera Fernando Torres til halds og trausts í vetur ef Liverpool ætlar að keppa um fjórða sætið. David N'gog hefur staðið sig ágætlega í upphafi þessa tímabils en hann er ekki alveg nógu öflugur til að hjálpa Liverpool í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili ef Torres meiðist. Liverpool þarf mann eins og Trezeguet til að þétta hópinn.
![]() |
Trezeguet á leið til Liverpool? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svona á að gera þetta
23.8.2010 | 09:23
Það verður bara að segjast um Alex Ferguson, hann stendur á sínu. Það er eins gott að lenda ekki kallinum. Í gegnum tíðina hafa margir leikmenn orðið "stærri" en félagið og hefur Ferguson ekki hikað við að selja þá. Það þýðir ekkert að láta þessar stórstjörnur stjórna liðunum en þetta er nú samt kannski aðeins of mikið af hinu góða, eða hvað? Að tala ekki við BBC í 6 ár? Þetta er rosalegur kall!
![]() |
Ferguson neitar enn að ræða við BBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |