Er það kona sem á Manchester City?
16.8.2010 | 09:39
Það er bara eins og það sé kona sem eigi Manchester City. Það þykir engum karlmönnum svona gaman að versla, er það nokkuð? Þvílíkur hópur hjá Manchester City!
Að mínu mati eru Chelsea og Manchester City með bestu hópana en er það nóg?
Að mínu mati eru Chelsea og Manchester City með bestu hópana en er það nóg?
![]() |
Félagaskiptum lokið - ensku hóparnir klárir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spennandi leikur framundan
16.8.2010 | 09:37
Það verður gaman að sjá hvernig leikmenn Newcastle standa sig í kvöld á Old Trafford en þeim bíður ansi erfitt verkefni. Það að mæta Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð er klárlega erðiðasta byrjun sem nýliðar í deildinni geta fengið (og kannski mæta Chelsea á Stamford Bridge eins og West Brom fékk að finna fyrir á laugardaginn). Ég held að heimamenn taki þetta nokkuð örugglega, sérstaklega ef Wayne Rooney verður í stuði. Hann er algjör lykilmaður í þessu Manchester United liði. Ef hann er 100% þá þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að hafa áhyggjur af komandi tímabili.
![]() |
Newcastle vann síðast á Old Trafford fyrir 38 árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Magnaður
16.8.2010 | 09:34
Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við honum svona sterkum í upphafi mótsins. Satt að segja hafði ekki bara alls ekki neina trú á honum en þrenna í fyrsta leik, það er alveg í lagi. Hann ætlar sér víst að skora 40 mörk í vetur fyrir Chelsea. Ef hann heldur áfram á þessari braut þá er allt mögulegt.
![]() |
Drogba kominn framúr Greaves |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |