Góð kaup?

Þetta er svakalegt. Stoke að kaupa leikmann á 8 miljónir punda. Magnað. Jones er fínn leikmaður en alls ekki 8 miljón punda virði. Strákurinn skoraði 26 mörk í tæplega 100 leikjum fyrir Sunderland en hann var keyptur til Sunderland í ágúst 2007 fyrir 6 miljónir punda.

Jones þekkir nú samt Stoke ágætlega þar sem hann var lánsmaður hjá félaginu árið 2005 en þá lék 13 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim leikjum 3 mörk. Hann á ábyggilega eftir að standa sig vel fyrir Stoke en ég er samt á því að hann sé of dýr.


mbl.is Stoke keypti Kenwyne Jones fyrir metfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma svo...

Viltu gjöra svo vel og kaupa Mesut Özil sem fyrst Herra Ferguson. Ég vill sjá þennan snjalla leikmann í ensku deildinni. Reyndar sagði Alex Ferguson á dögunum að hann ætlaði ekki að kaupa fleiri leikmenn í sumar, væri bara sáttur með hópinn sinn. En það væri svo gaman að sjá Özil á Old Trafford...
mbl.is Ferguson með leyfi til að kaupa Özil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband