Góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal

Þetta eru heldur betur góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal ef Arsene Wenger nær að kaupa þennan frábæra leikmann. Per Mertesacker var mjög góður með Þjóðverjum á HM í sumar og átti ljómandi fínt tímabil með Werder Bremen í þýsku deildinni á síðasta tímabili. Mertesacker er ekki nema 25 ára (verður 26 ára í september) og myndi passa mjög vel inn í Arsenal-liðið. Þrátt fyrir ungan aldur er hann búinn að spila 69 landsleiki fyrir hönd Þýskalands. Arsenal þarf nauðsynlega að fá einhvern öflugan leikmann í vörnina þar sem William Gallas er farinn og sömuleiðis varaskeifan Sol Campbell. Þetta er alveg málið Herra Wenger!
mbl.is Mertesacker í stað Campbell hjá Arsenal?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Alex Ferguson kaupa fleiri leikmenn til liðsins?

Javier Hernandez spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í gærkvöldi og sá var ekki lengi að skora. Setti eitt mark í 5-2 sigri Manchester United á úrvalsliði MLS-deildarinnar. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Manchester United frá Chivas de Guadalajara í byrjun sumarsins. Ferguson vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann keypti hann fyrir HM, sparaði sér án efa nokkrar milljónir á því. Þetta eru einu kaup Ferguson í sumar en hann keypti reyndar Chris Smalling frá Fulham í janúar en hann kom ekki til liðsins fyrr en í sumar. En lætur Ferguson þetta duga?

Í viðtali í gær sagði Ferguson að hann væri mjög sáttur með eigendur liðsins og hann gæti keypt leikmenn til liðsins ef hann þyrfti þess. Honum hefði aldrei verið neitað um pening til leikmannakaupa. Satt að segja hafa fáir leikmenn verið orðaðir við Manchester United í sumar, óvenju fáir. Ég held samt að Alex Ferguson komi með eina sprengju á næstu dögum. Það kemur einhver öflugur leikmaður til liðsins áður en tímabilið hefst. En hver verður það? Það er góð spurning.
mbl.is Hernández skoraði í fyrsta leiknum fyrir Man. Utd (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband