Er Mark Hughes rétti maðurinn fyrir Fulham?
28.7.2010 | 22:52
Ég er á því að eigandi Fulham, Mohamed Al-Fayed, sé að gera það eina rétta í stöðunni og ráða mann eins og Hughes til liðsins. Hughes hefur reynslu af því að stjórna liði eins og Fulham, liði sem hefur ekki mikla peninga til að kaupa leikmenn. Þegar hann var framkvæmdastjóri Blackburn (2004-2008) var hann duglegur að finna öfluga menn fyrir lítinn pening. Hughes keypti meðal annars menn eins og Benni McCarthy (£2 miljónir), David Bentley (£500,000), Ryan Nelsen (frítt), Stephen Warnock (£1.5 miljónir), Roque Santa Cruz (£3.5 miljónir), og Christopher Samba (£400,000) til liðsins.
Menn eins og Martin Jol og Sven Goran Eriksson eiga ekki heima hjá liði eins og Fulham. Þeir þurfa einhvern harðjaxl eins og Mark Hughes. Nú er bara spurning hvort Hughes reyni ekki að krækja í einhverja leikmenn frá Manchester City en þeir þurfa nauðsynlega að selja nokkra leikmenn fyrir 1. september. Hughes stjórnaði auðvitað Manchester City í tæplega 18 mánuði og þekkir vel þá leikmenn sem þar eru.
Travel2Football.is er að sjálfsögðu með ferðir á leiki Fulham á komandi tímabili. Kíktu á www.travel2football.is til að skoða úrvalið.
Menn eins og Martin Jol og Sven Goran Eriksson eiga ekki heima hjá liði eins og Fulham. Þeir þurfa einhvern harðjaxl eins og Mark Hughes. Nú er bara spurning hvort Hughes reyni ekki að krækja í einhverja leikmenn frá Manchester City en þeir þurfa nauðsynlega að selja nokkra leikmenn fyrir 1. september. Hughes stjórnaði auðvitað Manchester City í tæplega 18 mánuði og þekkir vel þá leikmenn sem þar eru.
Travel2Football.is er að sjálfsögðu með ferðir á leiki Fulham á komandi tímabili. Kíktu á www.travel2football.is til að skoða úrvalið.
![]() |
Hughes að taka við Fulham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |