Færsluflokkur: Enski boltinn
Flott ferð á White Hart Lane
9.12.2012 | 19:42
Kristinn og synir hans, Andri og Gissur, skelltu sér á Tottenham - West Ham á dögunum með Gaman Ferðum. Við fengum þennan póst frá þeim: Þetta var alveg frábær ferð í alla staði. Flott hótel, flottir miðar, góð úrslit með sonunum tveimur. Getur maður beðið um meira? Takk fyrir okkur.
-Það er svo gaman að fá svona pósta.
Gaman Ferðir og Chelsea klúbburinn í samstarf
9.12.2012 | 19:40
Á dögunum skrifuðu Þór Bæring Ólafsson, yfirstrumpur hjá Gaman Ferðum, og Karl H. Hillers, formaður Chelsea klúbbsins á Íslandi, undir samstarfssamning. Nánari upplýsingar um samstarf Gaman Ferða og Chelsea klúbbsins er að finna á www.chelsea.is.
Boltaferðir fyrir alla
14.9.2012 | 01:31
Það er einstök tilfinning að skella sér á leik með sínu liði í enska boltanum. Ef þú hefur áhuga á því að skoppa til Englands og sjá þitt lið þá er um að gera að setja sig í samband við Gaman Ferðir. Við erum með ferðir á alla helstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Skoðaðu úrvalið á www.gaman.is.
Það er gaman að prófa eitthvað nýtt
14.9.2012 | 01:28
HA?
23.6.2012 | 00:26
Giroud: Hef ekki samið við Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað gerir Gylfi?
23.6.2012 | 00:24
Laudrup: Vil gjarnan halda Gylfa hjá Swansea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borini til Liverpool?
23.6.2012 | 00:20
Liverpool á höttunum eftir Borini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við vorum líka í Munchen
23.6.2012 | 00:18
Við vorum líka með nokkra á úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í Munchen. Það voru allt stuðningsmenn Chelsea og vá hvað þeir voru glaðir heim :)
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Manchester United eru byrjaðir að versla
23.6.2012 | 00:17
Þetta er mjög skemmtilegur leikmaður og á alveg örugglega eftir að gera góða hluti í ensku úrvalsdeildinni á komandi árum. Kagawa skoraði 17 mörk fyrir Dortmund á síðasta tímabili og lagði upp 13 mörk. Það er tölfræði í lagi.
Deschamps vs Hodgson
28.9.2010 | 13:13
Ég er á því að Liverpool væri á öðrum stað í deildinni og jafnvel með í deildarbiklarnum ef þessi ágæti Frakki hefði verið ráðinn til liðsins. Roy Hodgson er fínn kall, byrjaði reyndar með stæl með því að fá Gerrard og Torres til að vera áfram og fá Joe Cole til liðsins. Síðan þá hefur leiðin legið hratt niður á við. Óskiljanleg leikmannakaup eins og kaupin á Poulsen og Konchesky hafa komið í bakið á Hodgson og leikaðferð liðsins oft á tíðum einkennileg.
En þetta er auðvitað bara mitt mat. Hvað finnst þér? Er Roy Hodgson rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Deschamps ræddi við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |