Tottenham með góðan sigur

Tottenham
Kristinn, Sverrir, Auðunn, Axel, Þórður og Einar fóru á Tottenham - Southampton á síðasta tímabili með Gaman Ferðum. Þeir sáu Gylfa Þór Sigurðsson skora sigurmark Tottenham á 90. mínútu. Það var alveg í lagi!

Algjör draumaferð á fótboltaleik á Ítalíu

AC
Þau Matthildur og Emre fóru í sannkallaða draumaferð til Ítalíu með Gaman Ferðum í síðasta mánuði. Gefum Matthildi orðið: Það var búið að vera draumur hjá manninum mínum í mörg ár að fara á leik með AC Milan í Milanó og ég var búin að vera spá í þessu mjög lengi hvernig ég gæti látið drauminn hans rætast. Uppáhalds leikmaðurinn hans er Pirlo sem spilaði með AC Milan en nú var hann kominn í lið Juventus. En svo einn daginn sá ég auglýsingu frá Gaman Ferðum og við hjónin elskum að ferðast þannig að ég kíkti á síðuna og þá sá ég að þeir væru með fótboltaferðir. Ég var snögg að hringja og segja þeim söguna um draum Emre. Strákarnir hjá Gaman Ferðum eru algjörir snillingar, þeir fundu fljótt leik með báðum liðunum þannig maðurinn minn gat séð liðið sitt og uppáhaldsleikmanninn sinn á sama tíma, þvílik snilld. Ferðin var frábær vægast sagt og ég get ekki lýst því hvað við erum þakklát Gaman Ferðum fyrir frábæra þjónustu, flott hótel og ógleymanlega ferð til ítalíu. Enn og aftur TAKK KÆRLEGA FYRIR OKKUR  Kv Matthildur og Emre.

Þetta var alvöru fótboltaferð

RealM
Jón Árnason fór með strákana sína, Davíð og Stefán, til Madrídar í mars með Gaman Ferðum til að sjá "El Clasico". Já, þeir fóru á þennan svakalega leik Real Madrid - Barcelona sem endaði 4-3 fyrir gestina frá Barcelona. Það toppar fátt í fótboltanum stuðið og stemninguna á "El Clasico"...

Myndir úr hópferðum Gaman Ferða og Arsenal-klúbbsins á Íslandi

Theo Walcott og Gaman Ferðir
Á dögunum voru birtar myndir úr hópferðum Gaman Ferða og Arsenal-klúbbsins á Íslandi í nóvember og desember á vefsíðu www.fotbolti.net. Smelltu hér til að sjá þessar flottu myndir.

Þetta er bolti í lagi

Gaman Ferðir á Old Trafford
Natalía Sif Stefánsdóttir fór á Manchester United leik á Old Trafford á dögunum með Gaman Ferðum. Þar vann hún þennan einstaka áritaða bolta.

HM 2014 í Brasilíu

Gaman Ferðir á HM
Í lok síðasta árs gerðu Gaman Ferðir samning við fyrirtæki i Brasilíu sem getur útbúið sérstaka pakka á HM 2014 í Brasilíu. Þannig að nú er heldur betur tækifæri til að skella sér. Vertu í sambandi við okkur til að fá nánari upplýsingar.

Fjör í fluginu til London

WOW air og Gaman Ferðir
Það var mikið fjör í WOW-vélinni til London þegar Gaman Ferðir og Arsenal klúbburinn á Íslandi skelltu sér á Arsenal - Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í nóvember á síðasta ári. Allir flugliðarnir voru auðvitað í Arsenal-galla og eðlilega var mikil stemning á meðal stuðningsmanna Arsenal í vélinni. Hér eru Þór og Bragi, eigendur Gaman Ferða, með starfsmönnum WOW air í fluginu.

Hópferð Gaman Ferða og Arsenal-klúbbsins á Íslandi

Hópferð Gaman Ferða og Arsenal klúbbsins
Í nóvember fóru Gaman Ferðir í hópferð með Arsenal-klúbbnum á Íslandi á stórleik Arsenal og Liverpool á Emirates Stadium. Kjartan og Toggi voru fararstjórarnir í ferðinni. Dóttir Kjartan, Jenný, fékk að fara með en þetta var fyrsta ferðin hennar á Emirates Stadium.

Garðar Geir og strákarnir á Old Trafford

Garðar
Garðar Geir frá Akranesi skellti sér með strákunum sínum með Gaman Ferðum á Old Trafford fyrir nokkrum vikum síðan. Við fengum þessu flottu mynd af genginu á dögunum.

Gaman Ferðir eru með ferðir á alla leiki Arsenal!

ars3
Hann Erik fór með stráknum sínum á Arsenal-Aston Villa í ágúst. Þrátt fyrir það að úrslitin hafi ekki verið nógu góð voru þeir feðgar sáttir með ferðina:
Það er alveg ótrúleg upplifun að vera á Emirates og hefur mig aldrei langað eins mikið til að fara aftur út og núna. Ég fór oft á Highbury hér áður en þetta er bara svo miklu flottara. Allt gekk upp hvað varðar ferðina. Flugið fínt og á réttum tíma, hótelið alveg stórfínt og góð þjónusta í alla staði. Morgunmaturinn mjög góður. Miðarnir biðu okkar í móttökunni þegar við komum þangað.

Get bara sagt mjög gott um þessa ferð á vegum Gaman Ferða. Hlakka til að fara aftur með ykkur.


Gaman Ferðir eru í samstarfi með Arsenal-klúbbnum á Íslandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband