Af hverju?

Af hverju er Javier Mascherano að reyna þetta? Það vita allir að hann vildi ólmur komast burt. Nú á að reyna að kenna Liverpool um þetta og saka forsvarsmenn félagsins um lygar. Dapurt hjá þessum annars ágæta leikmanni. 
mbl.is Mascherano ásakar Liverpool um lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en afhverju vildi hann "ólmur komast burt" eins og þú orðar það??

Pétur (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 10:09

2 identicon

Þegar leikmaður vill "ólmur komast burt" frá félagi,er það vegna þess að  í flestum tilfellum hefur ekki verið staðið við undirritaðan samning. Þú spyrð af hverju hann sé reyna ásaka félagið um lygar..... Nú lestu greininna drengur sem þú ert að blogga um og spurðu sömu spurningar þegar Javier Mascherano hefur sagt sína sögu. Ekki vera blindur á annars ágætis félag sem Liverpool er.

smári (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 11:17

3 identicon

Mascherano vildi komast burtu löngu áður en Benitez hætti.

finsen (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 12:07

4 Smámynd: Gaman Ferðir

Það er góð spurning? Af hverju vildi hann ólmur komast burt? Sérstaklega þar sem hann var samningsbundinn félaginu í önnur tvö ár? Ég er ekki 100% viss en var hann ekki eitthvað búinn að nefna það í viðtölum að fjölskylda hans væri ekki að "fíla" Liverpool?

Nú virðast nánast allir leikmenn hreinlega getið sjálfir ákveðið hvort þeir fara eða ekki þrátt fyrir það að vera samningsbundnir. Er það er spurning hvort það sé góð þróun eða slæm þróun?

Gaman Ferðir, 2.9.2010 kl. 12:50

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Er þetta ekki bara einn af leikmönnum sem er sí kvartandi hvort heldur sem er innan eða utan vallar? Púllarar ættu að vera fegnir að losna við hann.

Hjörtur Herbertsson, 2.9.2010 kl. 13:20

6 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Er Liverpool maður og vildi Masch burtu fyrir löngu. Mér finnst þessi maður viðurstyggð og gjörsamlega óþolandi persóna sem og gríðarlega vanþakklátur. Hann var í rugli áður en Liverpool bjargaði honum af bekknum hjá West Ham og gaf honum séns á að rífa upp ferilinn sinn. 

Helvítis væll í þessum manni. Hann sagði í sjónvarpsviðtali sem og viðtali við blöð að hann og fjölskyldan gætu ekki aðlagast lífinu á Englandi. Enskan væri erfið, maturinn og veðrið vont og ekki nógu margir Argentínu menn. Búhú greyið maðurinn með milljónirnar.
Ég er á því að Masch sé nautheimskur enda er til viðtal við hann þar sem hann segir að ef hann yfirgefi Liverpool þá verði það einmitt útaf fjölskyldunni hans. 
Eru kannski öll tímarit og blöð á launum hjá Liverpool við að draga hann niður í svaðið?

Ég var með lúsarlaun og bjó í Austurríki og ég þekkti ekki Íslendinga en leið vel. Bý erlendis núna og hef gert í 5 ár og umgengst nánast ekki Íslendinga og finnst það bara fínt.
Spurning um að vera ekki ósjálfbjarga og aðlagast því sem maður tekur sér fyrir hendur.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 2.9.2010 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband